„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2015 11:15 Hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Vísir/Getty „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki.“ Svo segir hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz sem hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Ísland kom upp er hann svaraði spurningum um hryðjuverk ISIS í París en hann taldi þau hafa verið eðlileg viðbrögð við loftárásum Frakka á ISIS í Sýrlandi og Írak. „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki,” sagði Yilmaz. „Svona er lífið í stórborginni, það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn múslimum og ætlast svo til þess að fá að vera í friði bara vegna þess að þú býrð lengst í burtu. Þetta er eitthvað sem allir skilja, ekki satt?“Skjáskot af Tumblr-síðu YilmazSkjáskotMyndi faðma mömmu sína og borða sushi ef hann sneri aftur til Hollands Yilmaz var áður hermaður í hollenska hernum en gekk til liðs við ISIS árið 2013 og hefur barist með samtökunum síðan. Hann er fæddur 1987 og á konu og börn sem búa með honum innan landsvæðis ISIS í Sýrlandi og Írak. Hollenska sjónvarpsstöðin NOS spurði hann að því hvað hann myndi gera ef hann myndi einhverntímann snúa aftur heim til Hollands og svarið gæti komið á óvart. Hann sagðist aldrei ætla að snúa aftur til Hollands til þess að fremja hryðjuverk heldur myndi hann líklega „borða sushi, drekka Dr. Pepper og faðma mömmu innilega.“ Yilmaz mun þó líklega ekki fá tækifæri til þess enda má hann ekki snúa aftur en hann er á lista hollenskra yfirvalda yfir hryðjuverkamenn. Svo virðist sem að Tumblr-síðu Yilmaz hafi nú verið lokað en samfélagsmiðlar eins og Twitter og Tumblr loka reglulega á síður sem tengjast ISIS, til að mynda hafði Yilmaz stofnað fjórar mismunandi aðganga á Twitter áður en hann gafst upp á því vegna hversu fljótt var lokað á þá. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00 Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki.“ Svo segir hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz sem hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Ísland kom upp er hann svaraði spurningum um hryðjuverk ISIS í París en hann taldi þau hafa verið eðlileg viðbrögð við loftárásum Frakka á ISIS í Sýrlandi og Írak. „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki,” sagði Yilmaz. „Svona er lífið í stórborginni, það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn múslimum og ætlast svo til þess að fá að vera í friði bara vegna þess að þú býrð lengst í burtu. Þetta er eitthvað sem allir skilja, ekki satt?“Skjáskot af Tumblr-síðu YilmazSkjáskotMyndi faðma mömmu sína og borða sushi ef hann sneri aftur til Hollands Yilmaz var áður hermaður í hollenska hernum en gekk til liðs við ISIS árið 2013 og hefur barist með samtökunum síðan. Hann er fæddur 1987 og á konu og börn sem búa með honum innan landsvæðis ISIS í Sýrlandi og Írak. Hollenska sjónvarpsstöðin NOS spurði hann að því hvað hann myndi gera ef hann myndi einhverntímann snúa aftur heim til Hollands og svarið gæti komið á óvart. Hann sagðist aldrei ætla að snúa aftur til Hollands til þess að fremja hryðjuverk heldur myndi hann líklega „borða sushi, drekka Dr. Pepper og faðma mömmu innilega.“ Yilmaz mun þó líklega ekki fá tækifæri til þess enda má hann ekki snúa aftur en hann er á lista hollenskra yfirvalda yfir hryðjuverkamenn. Svo virðist sem að Tumblr-síðu Yilmaz hafi nú verið lokað en samfélagsmiðlar eins og Twitter og Tumblr loka reglulega á síður sem tengjast ISIS, til að mynda hafði Yilmaz stofnað fjórar mismunandi aðganga á Twitter áður en hann gafst upp á því vegna hversu fljótt var lokað á þá.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00 Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00
Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52
Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila