Erlent

Salah Abdeslam ekki handtekinn enn

Samúel Karl Ólason skrifar
Salah Abdeslam, sem er grunaður um aðild að árásunum í París á föstudaginn.
Salah Abdeslam, sem er grunaður um aðild að árásunum í París á föstudaginn. Vísir/EPA
Lögreglan í Belgíu hefur neitað því að hafa handtekið Salah Abdeslam, sem er grunaður um aðild að árásunum í París á föstudaginn. Hann var sagður hafa verið handtekinn í úthverfi Brussel í morgun af fjölmiðlum í borginni.

Abdeslam komst í gegnum vegatálma frönsku lögreglunnar á laugardaginn með tveimur öðrum í bí. Þar sem hann var að flýja frá Frakklandi. Þeir sýndu skilríki en hvorki nafn hans, né hinna tveggja, voru á lista yfir grunaða á þeim tímapunkti.

Samkvæmt Guardian var bróðir hann einn af þeim sem sprengdu sig í loft upp. Lögreglan er með mikin viðbúnað í Molenbeek við Brussel þar sem lögreglan hefur handtekið fjölda fólks.

Abdeslam er sagður vera fæddur og uppalinn í Belgíu, en franskur ríkisborgari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×