Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 10:00 Wermbley er í frönsku fánalitunum. Vísir/Getty Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. Það eru örugglega flestir sammála honum í því en þetta er fyrsti leikur franska landsliðsins eftir voðaverkin í París þar sem þeir og þýska landsliðið lenti í miðju hringiðjunni. 129 manns létust í hryðjuverkaárásunum í París á föstudaginn og sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn þar sem leikur Frakka og Þjóðverja fór fram. Franska landsliðið gat auðveldlega frestað leiknum og allir hefðu skilið það. Frakkarnir voru ekki tilbúnir til þess og leikmenn liðsins hafa talað um það að þeir ætla að sameinast um það að spila fyrir fórnarlömb ársanna á föstudaginn var. „Það er ekki hægt að neita því að þetta verður miklu meira en fótboltaleikur. Við höfum aldrei séð fótboltaleik eins og þennan áður," sagði Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins. Enska sambandið mun styðja við Frakka á táknrænan hátt og þar á meðal verður boginn fyrir ofan Wembley lýstur upp í frönsku fánalitunum. Textanum við franska þjóðasönginn, „La Marseillaise", verður líka dreift meðal áhorfenda svo að þeir geti sungið með. Ensku blöðin voru með leik kvöldsins á forsíðum sínum og dramatíkin er þar allsráðandi eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Það verður örugglega ekki minni dramatík þegar þjóðsöngur Frakka verður leikinn á Wembley í kvöld. Enska knattspyrnusambandið býst við nær fullum 90 þúsund manna velli og öll heimspressan mun líka fylgjast náið með öllu því sem fram fer. Forsíður og baksíður blaðanna munu eflaust líka birta myndir frá Wembley á morgun.Tuesday's Daily Mirror back page: La Marseillaise (via @suttonnick) pic.twitter.com/bDPlRrVhIV— Alex Spink (@alexspinkmirror) November 16, 2015 Tuesday's Sun back page: Vive le football #tomorrowspaperstoday #bbcpapers pic.twitter.com/M5GFgZzsuR— Nick Sutton (@suttonnick) November 16, 2015 Tuesday's Daily Star back page: Standing strong #tomorrowspaperstoday #bbcpapers pic.twitter.com/cYfB7CpcS0— Nick Sutton (@suttonnick) November 16, 2015 Daily Telegraph señala la relevancia del partido de Wembley pic.twitter.com/u8nIWscs1R— Álvaro Ramírez (@alv_var) November 16, 2015 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. Það eru örugglega flestir sammála honum í því en þetta er fyrsti leikur franska landsliðsins eftir voðaverkin í París þar sem þeir og þýska landsliðið lenti í miðju hringiðjunni. 129 manns létust í hryðjuverkaárásunum í París á föstudaginn og sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn þar sem leikur Frakka og Þjóðverja fór fram. Franska landsliðið gat auðveldlega frestað leiknum og allir hefðu skilið það. Frakkarnir voru ekki tilbúnir til þess og leikmenn liðsins hafa talað um það að þeir ætla að sameinast um það að spila fyrir fórnarlömb ársanna á föstudaginn var. „Það er ekki hægt að neita því að þetta verður miklu meira en fótboltaleikur. Við höfum aldrei séð fótboltaleik eins og þennan áður," sagði Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins. Enska sambandið mun styðja við Frakka á táknrænan hátt og þar á meðal verður boginn fyrir ofan Wembley lýstur upp í frönsku fánalitunum. Textanum við franska þjóðasönginn, „La Marseillaise", verður líka dreift meðal áhorfenda svo að þeir geti sungið með. Ensku blöðin voru með leik kvöldsins á forsíðum sínum og dramatíkin er þar allsráðandi eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Það verður örugglega ekki minni dramatík þegar þjóðsöngur Frakka verður leikinn á Wembley í kvöld. Enska knattspyrnusambandið býst við nær fullum 90 þúsund manna velli og öll heimspressan mun líka fylgjast náið með öllu því sem fram fer. Forsíður og baksíður blaðanna munu eflaust líka birta myndir frá Wembley á morgun.Tuesday's Daily Mirror back page: La Marseillaise (via @suttonnick) pic.twitter.com/bDPlRrVhIV— Alex Spink (@alexspinkmirror) November 16, 2015 Tuesday's Sun back page: Vive le football #tomorrowspaperstoday #bbcpapers pic.twitter.com/M5GFgZzsuR— Nick Sutton (@suttonnick) November 16, 2015 Tuesday's Daily Star back page: Standing strong #tomorrowspaperstoday #bbcpapers pic.twitter.com/cYfB7CpcS0— Nick Sutton (@suttonnick) November 16, 2015 Daily Telegraph señala la relevancia del partido de Wembley pic.twitter.com/u8nIWscs1R— Álvaro Ramírez (@alv_var) November 16, 2015
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira