Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Lögregla á leitarstað í miðborg Saint Denis nærri París í gær. vísir/EPA Franska lögreglan gerði snemma í gærmorgun áhlaup á íbúð í norðanverðri París, þar sem talið var að belgíski hryðjuverkamaðurinn Abdelhamid Abaaoud hefði dvalist. Sjö manns voru handteknir í áhlaupinu, einn féll fyrir byssuskotum og handsprengju frá lögreglunni og ein kona, sem var gyrt sprengjubelti, sprengdi sjálfa sig í loft upp. Hún er talin hafa verið frænka Abaaouds. Þá var þriðji maðurinn einnig sagður hafa fallið í áhlaupinu. Abaaoud er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin í París síðastliðið föstudagskvöld, sem kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Ekki var þó ljóst í gær hvort Abaaoud var staddur í íbúðinni þegar árásin var gerð en franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því að hann hefði ekki verið meðal hinna handteknu. Molins sagði að þó ætti eftir að bera kennsl á lík þeirra sem létust í áhlaupinu og gæti Abaaoud verið á meðal þeirra. Þrír hinna handteknu náðust inni í íbúðinni, tveir í næsta nágrenni og tvö að auki voru í felum í sprengjurústum. Meðal hinna handteknu er eigandi íbúðarinnar. Reuters-fréttastofan fullyrti, og hafði eftir manni sem þekkir til rannsóknar lögreglunnar, að fólkið í íbúðinni hefði verið að skipuleggja ný hryðjuverk í viðskiptahverfinu La Défense í vestanverðri París. Franska lögreglan hefur gert hundruð áhlaupa víðs vegar í Frakklandi í leit sinni að Abaaoud og félaga hans, Salah Abdeslam, sem tókst að komast undan eftir að hafa tekið þátt í árásunum í París á föstudag. Mikill viðbúnaður er víða í löndum Evrópu vegna hryðjuverkahættu og yfirvöld eru fljót að bregðast við hættumerkjum. Þá var Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn rýmdur í gær eftir að heyrðist til tveggja manna ræða um að þeir væru með sprengjur í fórum sínum en í ljós kom að um dýrkeypt spaug var að ræða. Í fyrrakvöld var einnig hætt við íþróttaleik í Hannover í Þýskalandi, þegar grunsamleg taska fannst í nágrenni leikvallarins. Vellinum var lokað meðan verið var að leita af sér allan grun. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Franska lögreglan gerði snemma í gærmorgun áhlaup á íbúð í norðanverðri París, þar sem talið var að belgíski hryðjuverkamaðurinn Abdelhamid Abaaoud hefði dvalist. Sjö manns voru handteknir í áhlaupinu, einn féll fyrir byssuskotum og handsprengju frá lögreglunni og ein kona, sem var gyrt sprengjubelti, sprengdi sjálfa sig í loft upp. Hún er talin hafa verið frænka Abaaouds. Þá var þriðji maðurinn einnig sagður hafa fallið í áhlaupinu. Abaaoud er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin í París síðastliðið föstudagskvöld, sem kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Ekki var þó ljóst í gær hvort Abaaoud var staddur í íbúðinni þegar árásin var gerð en franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því að hann hefði ekki verið meðal hinna handteknu. Molins sagði að þó ætti eftir að bera kennsl á lík þeirra sem létust í áhlaupinu og gæti Abaaoud verið á meðal þeirra. Þrír hinna handteknu náðust inni í íbúðinni, tveir í næsta nágrenni og tvö að auki voru í felum í sprengjurústum. Meðal hinna handteknu er eigandi íbúðarinnar. Reuters-fréttastofan fullyrti, og hafði eftir manni sem þekkir til rannsóknar lögreglunnar, að fólkið í íbúðinni hefði verið að skipuleggja ný hryðjuverk í viðskiptahverfinu La Défense í vestanverðri París. Franska lögreglan hefur gert hundruð áhlaupa víðs vegar í Frakklandi í leit sinni að Abaaoud og félaga hans, Salah Abdeslam, sem tókst að komast undan eftir að hafa tekið þátt í árásunum í París á föstudag. Mikill viðbúnaður er víða í löndum Evrópu vegna hryðjuverkahættu og yfirvöld eru fljót að bregðast við hættumerkjum. Þá var Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn rýmdur í gær eftir að heyrðist til tveggja manna ræða um að þeir væru með sprengjur í fórum sínum en í ljós kom að um dýrkeypt spaug var að ræða. Í fyrrakvöld var einnig hætt við íþróttaleik í Hannover í Þýskalandi, þegar grunsamleg taska fannst í nágrenni leikvallarins. Vellinum var lokað meðan verið var að leita af sér allan grun.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28