Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Atli ísleifsson skrifar 19. nóvember 2015 13:23 Hinn 27 ára Abu Oud var samverkamaður Salah Abdeslam sem er enn á flótta. Vísir/EPA Saksóknari í Frakklandi staðfesti fyrr í dag að Abdel-Hamid Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu á íbúð í hverfinu St-Denis í gærdag. Abu Oud er sagður hafa verið höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í París á föstudaginn þar sem 129 féllu. Abu Oud var Belgi af marokkóskum uppruna sem ólst upp í úthverfi Brusselborgar, Molenbeek. Hann bjó á heimili með fimm systkinum og starfrækti faðir hans verslun. Í frétt New York Times segir að fjölskyldan hafi ekki verið fátæk og að sögn eldri systur hans á hann ekki hafa sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga.Í grein BBC um Abu Oud kemur fram að innflytjendur séu í meirihluta í hverfinu Molenbeek, íbúðir yfirfullar og atvinnuleysi mikið. Sérstaklega hátt hlutfall Belga hafa lagt leið sína til Íraks og Sýrlands til að ganga til liðs til ISIS, borið saman við önnur aðildarríki ESB. Hinn 27 ára Abu Oud var samverkamaður Salah Abdeslam sem er enn á flótta, en bróðir Abdeslam, Brahim, var einn þeirra sem sprengdu sjálfan sig í loft upp í árásum föstudagsins. Abu Oud var ásamt Abdeslam dæmdur til fangelsisvistar í Belgíu árið 2010 fyrir vopnað rán.Vísir/EPATil liðs við ISIS árið 2013Maðurinn gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS snemma árs 2013 og hefur hann einnig gengið undir nafninu Abu Umar al-Baljiki. Samtökin greindu frá því fyrr á árinu að hann væri í Sýrlandi, ef til vill til að villa fyrir lögreglu í Evrópu í kjölfar árásanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar síðastliðinn. Í grein BBC kemur fram að ekki liggi fyrir hvenær Abu Oud hafi orðið róttækur í skoðunum sínum, en AP greinir frá því að hann gengi gengið í Saint-Pierre d'Uccle – einn af betri skólum Belgiu fyrir efri stig grunnskóla.Skipulagði og fjármagnaði hóp öfgamanna Vitað er að Abu Oud hafi verið í samskiptum við Mehdi Nemmouche franskan, íslamskan öfgamann af alsírskum uppruna, sem drap fjóra í árás á Gyðingasafninu í Brussel í maí 2014. Belgísk yfirvöld hafa haft Abu Oud grunaðan um að hafa skipulagt og fjármagnað hóp íslamskra öfgamanna sem starfaði í Verviers í austurhluta Belgíu, en hópurinn var leystur upp í janúar eftir að lögregla réðst til atlögu gegn honum. Tveir menn voru drepnir – hinn 23 ára Khalid Ben Larbi og hinn 26 ára Soufiane Amghar.Vísir/EPAFjallað var um átökin í Verviers í Dabiq, ensku fréttariti ISIS-samtakanna, í febrúar þar sem Abu Oud sagðist hafa haldið frá Sýrlandi til Belgíu ásamt hinum föllnu til að skipuleggja árásir. Stærði hann af því að hafa komist undan lögreglu.Á farartæki með limlest lík í eftirdragi Í áróðursmyndbandi ISIS frá síðasta ári mátti sjá Abu Oud á farartæki með limlest lík í eftirdragi. Segir að hann hafi verið svo trúr baráttunni að hann hafi sannfært þrettán ára bróður sinn um að ganga til liðs við ISIS. Þá segir að Abu Oud hafi einnig verið bendlaður við misheppnaða hryðjuverkaárás í franskri lest þar sem byssumaðurinn Ayoub El-Khazzani var yfirbugaður af farþegum um borð. Tengdar fréttir Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00 Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn. 19. nóvember 2015 09:43 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Saksóknari í Frakklandi staðfesti fyrr í dag að Abdel-Hamid Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu á íbúð í hverfinu St-Denis í gærdag. Abu Oud er sagður hafa verið höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í París á föstudaginn þar sem 129 féllu. Abu Oud var Belgi af marokkóskum uppruna sem ólst upp í úthverfi Brusselborgar, Molenbeek. Hann bjó á heimili með fimm systkinum og starfrækti faðir hans verslun. Í frétt New York Times segir að fjölskyldan hafi ekki verið fátæk og að sögn eldri systur hans á hann ekki hafa sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga.Í grein BBC um Abu Oud kemur fram að innflytjendur séu í meirihluta í hverfinu Molenbeek, íbúðir yfirfullar og atvinnuleysi mikið. Sérstaklega hátt hlutfall Belga hafa lagt leið sína til Íraks og Sýrlands til að ganga til liðs til ISIS, borið saman við önnur aðildarríki ESB. Hinn 27 ára Abu Oud var samverkamaður Salah Abdeslam sem er enn á flótta, en bróðir Abdeslam, Brahim, var einn þeirra sem sprengdu sjálfan sig í loft upp í árásum föstudagsins. Abu Oud var ásamt Abdeslam dæmdur til fangelsisvistar í Belgíu árið 2010 fyrir vopnað rán.Vísir/EPATil liðs við ISIS árið 2013Maðurinn gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS snemma árs 2013 og hefur hann einnig gengið undir nafninu Abu Umar al-Baljiki. Samtökin greindu frá því fyrr á árinu að hann væri í Sýrlandi, ef til vill til að villa fyrir lögreglu í Evrópu í kjölfar árásanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar síðastliðinn. Í grein BBC kemur fram að ekki liggi fyrir hvenær Abu Oud hafi orðið róttækur í skoðunum sínum, en AP greinir frá því að hann gengi gengið í Saint-Pierre d'Uccle – einn af betri skólum Belgiu fyrir efri stig grunnskóla.Skipulagði og fjármagnaði hóp öfgamanna Vitað er að Abu Oud hafi verið í samskiptum við Mehdi Nemmouche franskan, íslamskan öfgamann af alsírskum uppruna, sem drap fjóra í árás á Gyðingasafninu í Brussel í maí 2014. Belgísk yfirvöld hafa haft Abu Oud grunaðan um að hafa skipulagt og fjármagnað hóp íslamskra öfgamanna sem starfaði í Verviers í austurhluta Belgíu, en hópurinn var leystur upp í janúar eftir að lögregla réðst til atlögu gegn honum. Tveir menn voru drepnir – hinn 23 ára Khalid Ben Larbi og hinn 26 ára Soufiane Amghar.Vísir/EPAFjallað var um átökin í Verviers í Dabiq, ensku fréttariti ISIS-samtakanna, í febrúar þar sem Abu Oud sagðist hafa haldið frá Sýrlandi til Belgíu ásamt hinum föllnu til að skipuleggja árásir. Stærði hann af því að hafa komist undan lögreglu.Á farartæki með limlest lík í eftirdragi Í áróðursmyndbandi ISIS frá síðasta ári mátti sjá Abu Oud á farartæki með limlest lík í eftirdragi. Segir að hann hafi verið svo trúr baráttunni að hann hafi sannfært þrettán ára bróður sinn um að ganga til liðs við ISIS. Þá segir að Abu Oud hafi einnig verið bendlaður við misheppnaða hryðjuverkaárás í franskri lest þar sem byssumaðurinn Ayoub El-Khazzani var yfirbugaður af farþegum um borð.
Tengdar fréttir Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00 Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn. 19. nóvember 2015 09:43 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00
Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38
Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28
Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn. 19. nóvember 2015 09:43