Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. nóvember 2015 09:14 Þríeykið var meðal annars ákært fyrir rekstur á spilavítinu og peningaþvætti. vísir/anton Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Annar maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hinn maðurinn og konan fengu níu mánaða fangelsisdóm, þar af eru sex skilorði til tveggja ára. Öll voru þau dæmd til að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna auk þess sem peningar að upphæð 551.500 krónur voru gerðir upptækir. Þá voru jafnframt spilapeningar, spilaborð og spilastokkar gerðir upptækir. Auk rekstursins á spilavítinu var þríeykið ákært fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings að fjárhæð 171 milljón króna, með því að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings komið öðrum til þátttöku í þeim. Ákærðu sögðu að um áhugamannafélag hafi verið að ræða sem ekki hefði haft hagnað af fjárhættuspilinu sem þar hafi verið stundað. Vitni sem kom að stofnun félagsins vottaði fyrir það og sagði staðinn einungis hafa verið rekinn af frjálsum framlögum félagsmanna. Þá hafi allir stundað spilið af fúsum og frjálsum vilja.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25 „Fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra“ Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 6. október 2015 08:48 "Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. 13. desember 2012 19:08 Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Annar maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hinn maðurinn og konan fengu níu mánaða fangelsisdóm, þar af eru sex skilorði til tveggja ára. Öll voru þau dæmd til að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna auk þess sem peningar að upphæð 551.500 krónur voru gerðir upptækir. Þá voru jafnframt spilapeningar, spilaborð og spilastokkar gerðir upptækir. Auk rekstursins á spilavítinu var þríeykið ákært fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings að fjárhæð 171 milljón króna, með því að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings komið öðrum til þátttöku í þeim. Ákærðu sögðu að um áhugamannafélag hafi verið að ræða sem ekki hefði haft hagnað af fjárhættuspilinu sem þar hafi verið stundað. Vitni sem kom að stofnun félagsins vottaði fyrir það og sagði staðinn einungis hafa verið rekinn af frjálsum framlögum félagsmanna. Þá hafi allir stundað spilið af fúsum og frjálsum vilja.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25 „Fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra“ Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 6. október 2015 08:48 "Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. 13. desember 2012 19:08 Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25
„Fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra“ Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 6. október 2015 08:48
"Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. 13. desember 2012 19:08
Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44