"Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 13. desember 2012 19:08 Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. Þrír karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í níu daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna gruns um rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni sem lögregla lokaði í fyrrakvöld. Ólöglegt er samkvæmt 183. og fjórðu grein hegningarlaga að gera sér fjárhættuspil að atvinnu og varðar slíkt fangelsi allt að einu ári. Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður eins mannanna segir skjólstæðing sinn bera við sakleysi í málinu og hefur gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar. „Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil, alls konar spil, brids, póker, skák og svo mætti lengi áfram telja þar sem að félagsmenn í þessu félagi komu saman og spiluðu. Þessi lagaákvæði sem verið er að saka umbjóðanda minn um að hafa brotið eiga ekki við rök að styðjast og eiga ekki við í málinu," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður. Hann segir lögreglu hafa rannsakað málið í marga mánuði. „Og það verður ekki séð að það séu neinir rannsóknarhagsmunir sem krefjast þess að umbjóðandi minn sé í gæsluvarðhaldi, en lögreglan hefur bókhaldsgögn, tölvur félagsins, myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum og það væri þá í fyrsta skipti sem meintir afbrotamenn eru að taka hin meintu afbrot upp á myndbönd og geyma þau fyrir lögreglu." Vilhjálmur segir að spilavítið sé fjármagnað með frjálsum framlögum þeirra sem þar spila. En miðað við auglýsingar sem finna má víða á netinu er málið ekki alveg svo einfalt. Hér kemur til dæmis fram að svokallað pottagjald sé innheimt af spilurum, en samkvæmt heimildum fréttastofu rennur slíkt gjald til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Í sumum tilfellum voru háar fjárhæðir lagðar undir og gat vinnings fé numið milljónum en lögregla lagði hald á hundruði þúsunda króna í spilavítinu á þriðjudagskvöldið. Þá var samkvæmt upplýsingum fréttastofu spilaður póker í spilavítinu flest kvöld vikunnar, auk annarra fjárhættuspila á borð við rúllettu. Vilhjálmur kannast ekki við að spilavítið hafi tekið neinn hagnað af fjárhættuspili sem þar átti sér stað og sé það lögreglunnar að sanna slíkt. Búist er við dómi Hæstaréttar um gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum á morgun. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Fleiri fréttir Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Sjá meira
Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. Þrír karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í níu daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna gruns um rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni sem lögregla lokaði í fyrrakvöld. Ólöglegt er samkvæmt 183. og fjórðu grein hegningarlaga að gera sér fjárhættuspil að atvinnu og varðar slíkt fangelsi allt að einu ári. Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður eins mannanna segir skjólstæðing sinn bera við sakleysi í málinu og hefur gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar. „Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil, alls konar spil, brids, póker, skák og svo mætti lengi áfram telja þar sem að félagsmenn í þessu félagi komu saman og spiluðu. Þessi lagaákvæði sem verið er að saka umbjóðanda minn um að hafa brotið eiga ekki við rök að styðjast og eiga ekki við í málinu," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður. Hann segir lögreglu hafa rannsakað málið í marga mánuði. „Og það verður ekki séð að það séu neinir rannsóknarhagsmunir sem krefjast þess að umbjóðandi minn sé í gæsluvarðhaldi, en lögreglan hefur bókhaldsgögn, tölvur félagsins, myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum og það væri þá í fyrsta skipti sem meintir afbrotamenn eru að taka hin meintu afbrot upp á myndbönd og geyma þau fyrir lögreglu." Vilhjálmur segir að spilavítið sé fjármagnað með frjálsum framlögum þeirra sem þar spila. En miðað við auglýsingar sem finna má víða á netinu er málið ekki alveg svo einfalt. Hér kemur til dæmis fram að svokallað pottagjald sé innheimt af spilurum, en samkvæmt heimildum fréttastofu rennur slíkt gjald til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Í sumum tilfellum voru háar fjárhæðir lagðar undir og gat vinnings fé numið milljónum en lögregla lagði hald á hundruði þúsunda króna í spilavítinu á þriðjudagskvöldið. Þá var samkvæmt upplýsingum fréttastofu spilaður póker í spilavítinu flest kvöld vikunnar, auk annarra fjárhættuspila á borð við rúllettu. Vilhjálmur kannast ekki við að spilavítið hafi tekið neinn hagnað af fjárhættuspili sem þar átti sér stað og sé það lögreglunnar að sanna slíkt. Búist er við dómi Hæstaréttar um gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum á morgun.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Fleiri fréttir Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Sjá meira