"Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 13. desember 2012 19:08 Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. Þrír karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í níu daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna gruns um rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni sem lögregla lokaði í fyrrakvöld. Ólöglegt er samkvæmt 183. og fjórðu grein hegningarlaga að gera sér fjárhættuspil að atvinnu og varðar slíkt fangelsi allt að einu ári. Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður eins mannanna segir skjólstæðing sinn bera við sakleysi í málinu og hefur gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar. „Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil, alls konar spil, brids, póker, skák og svo mætti lengi áfram telja þar sem að félagsmenn í þessu félagi komu saman og spiluðu. Þessi lagaákvæði sem verið er að saka umbjóðanda minn um að hafa brotið eiga ekki við rök að styðjast og eiga ekki við í málinu," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður. Hann segir lögreglu hafa rannsakað málið í marga mánuði. „Og það verður ekki séð að það séu neinir rannsóknarhagsmunir sem krefjast þess að umbjóðandi minn sé í gæsluvarðhaldi, en lögreglan hefur bókhaldsgögn, tölvur félagsins, myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum og það væri þá í fyrsta skipti sem meintir afbrotamenn eru að taka hin meintu afbrot upp á myndbönd og geyma þau fyrir lögreglu." Vilhjálmur segir að spilavítið sé fjármagnað með frjálsum framlögum þeirra sem þar spila. En miðað við auglýsingar sem finna má víða á netinu er málið ekki alveg svo einfalt. Hér kemur til dæmis fram að svokallað pottagjald sé innheimt af spilurum, en samkvæmt heimildum fréttastofu rennur slíkt gjald til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Í sumum tilfellum voru háar fjárhæðir lagðar undir og gat vinnings fé numið milljónum en lögregla lagði hald á hundruði þúsunda króna í spilavítinu á þriðjudagskvöldið. Þá var samkvæmt upplýsingum fréttastofu spilaður póker í spilavítinu flest kvöld vikunnar, auk annarra fjárhættuspila á borð við rúllettu. Vilhjálmur kannast ekki við að spilavítið hafi tekið neinn hagnað af fjárhættuspili sem þar átti sér stað og sé það lögreglunnar að sanna slíkt. Búist er við dómi Hæstaréttar um gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum á morgun. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. Þrír karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í níu daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna gruns um rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni sem lögregla lokaði í fyrrakvöld. Ólöglegt er samkvæmt 183. og fjórðu grein hegningarlaga að gera sér fjárhættuspil að atvinnu og varðar slíkt fangelsi allt að einu ári. Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður eins mannanna segir skjólstæðing sinn bera við sakleysi í málinu og hefur gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar. „Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil, alls konar spil, brids, póker, skák og svo mætti lengi áfram telja þar sem að félagsmenn í þessu félagi komu saman og spiluðu. Þessi lagaákvæði sem verið er að saka umbjóðanda minn um að hafa brotið eiga ekki við rök að styðjast og eiga ekki við í málinu," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður. Hann segir lögreglu hafa rannsakað málið í marga mánuði. „Og það verður ekki séð að það séu neinir rannsóknarhagsmunir sem krefjast þess að umbjóðandi minn sé í gæsluvarðhaldi, en lögreglan hefur bókhaldsgögn, tölvur félagsins, myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum og það væri þá í fyrsta skipti sem meintir afbrotamenn eru að taka hin meintu afbrot upp á myndbönd og geyma þau fyrir lögreglu." Vilhjálmur segir að spilavítið sé fjármagnað með frjálsum framlögum þeirra sem þar spila. En miðað við auglýsingar sem finna má víða á netinu er málið ekki alveg svo einfalt. Hér kemur til dæmis fram að svokallað pottagjald sé innheimt af spilurum, en samkvæmt heimildum fréttastofu rennur slíkt gjald til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Í sumum tilfellum voru háar fjárhæðir lagðar undir og gat vinnings fé numið milljónum en lögregla lagði hald á hundruði þúsunda króna í spilavítinu á þriðjudagskvöldið. Þá var samkvæmt upplýsingum fréttastofu spilaður póker í spilavítinu flest kvöld vikunnar, auk annarra fjárhættuspila á borð við rúllettu. Vilhjálmur kannast ekki við að spilavítið hafi tekið neinn hagnað af fjárhættuspili sem þar átti sér stað og sé það lögreglunnar að sanna slíkt. Búist er við dómi Hæstaréttar um gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum á morgun.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira