Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 23:25 Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings. Vísir/Anton Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and Play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. Upphafleg áform fólu í sér að rúmlega fjórðungur þess fjölda, alls 26 einstaklingar, myndu bera vitni við aðalmeðferðina. Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, sem og fyrir stórfellt peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna. Í greinargerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, verjenda eins sakborninganna í málinu, var þess krafist að ákæruvaldið boðaði 92 einstaklinga sem vitni samkvæmt nafnalista. Krafðist verjandinn að þessir 92 einstaklingar bæru vitni, auk þeirra 28 sem saksóknari hafði áður boðað í vitnaleiðslur. Fjöldi vitna í málinu hefði því verið á annað hundrað en til samanburðar má nefna að um 50 vitni voru í stóra markaðmisnotkunarmáli Kaupþings. Saksóknari féllst á að boða fjóra af þessum lista en hinum 88 var hafnað. Verjandinn hélt því fram að vitnisburður vitnanna væri mikilvægur enda hafi þau öll verið meðlimir í spilafélaginu og gætu upplýst um starfið í klúbbnum og aðkomu þeirra að því. „Með vitnaleiðslunum væri fyrirhugað að sýna fram á að ekki hefðu verið seldar veitingar á vegum félagsins og hefðu félagsmenn ekki innt af hendi greiðslur vegna rekstrar þess,” segir í úrskurði Hæstaréttar. Saksóknari sagði hins vegar að ekki hafi verið færð viðhlítandi rök fyrir því að það geti haft þýðingu fyrir málsvörn hans að leiða um 90 vitni til viðbótar við aðalmeðferðina. Til stæði að 28 einstaklingar bæru vitni, þar af hafi 23 verið meðlimir í spilafélaginu og þá hafi tíu þeirra einnig verið á vettvangi þegar lögreglan réðst í húsleit í klúbbhúsi félagsins í Skeifunni. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur féllust á þessi rök saksóknarans. Tilgangslaust væri að leiða á annað hundrað vitna fyrir dóminn. Tengdar fréttir Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and Play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. Upphafleg áform fólu í sér að rúmlega fjórðungur þess fjölda, alls 26 einstaklingar, myndu bera vitni við aðalmeðferðina. Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, sem og fyrir stórfellt peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna. Í greinargerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, verjenda eins sakborninganna í málinu, var þess krafist að ákæruvaldið boðaði 92 einstaklinga sem vitni samkvæmt nafnalista. Krafðist verjandinn að þessir 92 einstaklingar bæru vitni, auk þeirra 28 sem saksóknari hafði áður boðað í vitnaleiðslur. Fjöldi vitna í málinu hefði því verið á annað hundrað en til samanburðar má nefna að um 50 vitni voru í stóra markaðmisnotkunarmáli Kaupþings. Saksóknari féllst á að boða fjóra af þessum lista en hinum 88 var hafnað. Verjandinn hélt því fram að vitnisburður vitnanna væri mikilvægur enda hafi þau öll verið meðlimir í spilafélaginu og gætu upplýst um starfið í klúbbnum og aðkomu þeirra að því. „Með vitnaleiðslunum væri fyrirhugað að sýna fram á að ekki hefðu verið seldar veitingar á vegum félagsins og hefðu félagsmenn ekki innt af hendi greiðslur vegna rekstrar þess,” segir í úrskurði Hæstaréttar. Saksóknari sagði hins vegar að ekki hafi verið færð viðhlítandi rök fyrir því að það geti haft þýðingu fyrir málsvörn hans að leiða um 90 vitni til viðbótar við aðalmeðferðina. Til stæði að 28 einstaklingar bæru vitni, þar af hafi 23 verið meðlimir í spilafélaginu og þá hafi tíu þeirra einnig verið á vettvangi þegar lögreglan réðst í húsleit í klúbbhúsi félagsins í Skeifunni. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur féllust á þessi rök saksóknarans. Tilgangslaust væri að leiða á annað hundrað vitna fyrir dóminn.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44