Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 23:25 Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings. Vísir/Anton Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and Play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. Upphafleg áform fólu í sér að rúmlega fjórðungur þess fjölda, alls 26 einstaklingar, myndu bera vitni við aðalmeðferðina. Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, sem og fyrir stórfellt peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna. Í greinargerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, verjenda eins sakborninganna í málinu, var þess krafist að ákæruvaldið boðaði 92 einstaklinga sem vitni samkvæmt nafnalista. Krafðist verjandinn að þessir 92 einstaklingar bæru vitni, auk þeirra 28 sem saksóknari hafði áður boðað í vitnaleiðslur. Fjöldi vitna í málinu hefði því verið á annað hundrað en til samanburðar má nefna að um 50 vitni voru í stóra markaðmisnotkunarmáli Kaupþings. Saksóknari féllst á að boða fjóra af þessum lista en hinum 88 var hafnað. Verjandinn hélt því fram að vitnisburður vitnanna væri mikilvægur enda hafi þau öll verið meðlimir í spilafélaginu og gætu upplýst um starfið í klúbbnum og aðkomu þeirra að því. „Með vitnaleiðslunum væri fyrirhugað að sýna fram á að ekki hefðu verið seldar veitingar á vegum félagsins og hefðu félagsmenn ekki innt af hendi greiðslur vegna rekstrar þess,” segir í úrskurði Hæstaréttar. Saksóknari sagði hins vegar að ekki hafi verið færð viðhlítandi rök fyrir því að það geti haft þýðingu fyrir málsvörn hans að leiða um 90 vitni til viðbótar við aðalmeðferðina. Til stæði að 28 einstaklingar bæru vitni, þar af hafi 23 verið meðlimir í spilafélaginu og þá hafi tíu þeirra einnig verið á vettvangi þegar lögreglan réðst í húsleit í klúbbhúsi félagsins í Skeifunni. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur féllust á þessi rök saksóknarans. Tilgangslaust væri að leiða á annað hundrað vitna fyrir dóminn. Tengdar fréttir Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and Play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. Upphafleg áform fólu í sér að rúmlega fjórðungur þess fjölda, alls 26 einstaklingar, myndu bera vitni við aðalmeðferðina. Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, sem og fyrir stórfellt peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna. Í greinargerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, verjenda eins sakborninganna í málinu, var þess krafist að ákæruvaldið boðaði 92 einstaklinga sem vitni samkvæmt nafnalista. Krafðist verjandinn að þessir 92 einstaklingar bæru vitni, auk þeirra 28 sem saksóknari hafði áður boðað í vitnaleiðslur. Fjöldi vitna í málinu hefði því verið á annað hundrað en til samanburðar má nefna að um 50 vitni voru í stóra markaðmisnotkunarmáli Kaupþings. Saksóknari féllst á að boða fjóra af þessum lista en hinum 88 var hafnað. Verjandinn hélt því fram að vitnisburður vitnanna væri mikilvægur enda hafi þau öll verið meðlimir í spilafélaginu og gætu upplýst um starfið í klúbbnum og aðkomu þeirra að því. „Með vitnaleiðslunum væri fyrirhugað að sýna fram á að ekki hefðu verið seldar veitingar á vegum félagsins og hefðu félagsmenn ekki innt af hendi greiðslur vegna rekstrar þess,” segir í úrskurði Hæstaréttar. Saksóknari sagði hins vegar að ekki hafi verið færð viðhlítandi rök fyrir því að það geti haft þýðingu fyrir málsvörn hans að leiða um 90 vitni til viðbótar við aðalmeðferðina. Til stæði að 28 einstaklingar bæru vitni, þar af hafi 23 verið meðlimir í spilafélaginu og þá hafi tíu þeirra einnig verið á vettvangi þegar lögreglan réðst í húsleit í klúbbhúsi félagsins í Skeifunni. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur féllust á þessi rök saksóknarans. Tilgangslaust væri að leiða á annað hundrað vitna fyrir dóminn.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44