Erlent

Þúsundir strandaglópa í Egyptalandi

Talið er líklegt að hryðjuverkamenn á vegum ISIS samtakanna hafi grandað vélinni.
Talið er líklegt að hryðjuverkamenn á vegum ISIS samtakanna hafi grandað vélinni. vísir/epa
Um áttatíu þúsund rússneskir ferðamenn og tuttugu þúsund breskir ferðamenn eru enn strandaglópar í Egyptalandi eftir stjórnvöld þessara landa stöðvuðu allt áætlunarflug til landins í lok síðustu viku.

Bresk stjórnvöld byrjuðu í gær að flytja ferðamenn heim en það kann að taka nokkra daga að klára það verkefni.  Rússar hafa náð að flytja ellefu þúsund ferðamenn frá Egyptalandi síðasta sólarhring en þeir hafa meðal annars notast við herflutningavélar til ná í farangur ferðamanna.

Tvö hundruð tuttugu og fjórir létu lífið þegar rússnesk farþegaflugvél fórst á Sínaískaga um síðustu helgi. Talið er líklegt að hryðjuverkamenn á vegum ISIS samtakanna hafi grandað vélinni.


Tengdar fréttir

Rússar fordæma skopmyndir í Charlie Hebdo

Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×