Rússar fordæma skopmyndir í Charlie Hebdo sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 17:59 Myndirnar sem um ræðir. Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta segir myndirnar óásættanlegar og hafi ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Yfirvöld ætli þó ekki að leggja fram formlega kvörtun. Um tvær skopmyndir er að ræða. Á annarri þeirra má sjá brak og líkamsleifar falla á vígamenn Íslamska ríkisins undir yfirskriftinni: „IS: Rússar auka loftárásir sínar“ – og er þar með vísað í loftárásirnar Rússa í Sýrlandi. Á hinni myndinni má sjá hauskúpu með sólgleraugu með brak flugvélarinnar í bakgrunni. Titill þeirrar myndar er: „Hættur rússneskra lággjaldaflugfélaga“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar fordæma skopritið því síðast í mars birtist skopmynd af stríðinu í Úkraínu. Undir henni stóð „Hvernig væri ef við gerðum eitthvað við einhverja skopmyndateiknara?“. Myndina má sjá hér fyrir neðan. From the Kremlin to the Duma, Charlie Hebdo's MetroJet crash cartoons anger Moscow https://t.co/aTS76MT4RG pic.twitter.com/UMtjdymbI1— Newsweek (@Newsweek) November 6, 2015 Franskir sérfræðingar greindu frá því í dag að talið sé að öflug sprengja hafi orðið til þess að rússneska vélin hrapaði, með þeim afleiðingum að 224 fórust. Þeir segja ekkert benda til þess að vélarbilun hafi orðið, en flugritar sýna að allur tækjabúnaður var í góðu lagi skömmu áður en vélin fórst. ISIS samtökin höfðu áður lýst ábyrgð á verknaðnum og í gær greindi bandaríska fréttastofan NBC frá því að bandaríska leyniþjónustan hafi hlerað samtal milli ISIS liða í Sýrlandi og Egyptalandi þar sem fram kemur hvernig vélinni var grandað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti stöðvaði í gær allt áætlunarflug milli Rússlands og Egyptalands vegna hættu á hryðjuverkaárásum, en fimmtíu þúsund rússneskir ferðamenn eru nú í landinu. Ákvörðun Pútíns er mikið áfall fyrir efnahag Egypta sem byggir að miklu leyti á ferðaþjónustu. Um þrjátíu prósent allra ferðamanna í landinu koma frá Rússlandi. Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta segir myndirnar óásættanlegar og hafi ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Yfirvöld ætli þó ekki að leggja fram formlega kvörtun. Um tvær skopmyndir er að ræða. Á annarri þeirra má sjá brak og líkamsleifar falla á vígamenn Íslamska ríkisins undir yfirskriftinni: „IS: Rússar auka loftárásir sínar“ – og er þar með vísað í loftárásirnar Rússa í Sýrlandi. Á hinni myndinni má sjá hauskúpu með sólgleraugu með brak flugvélarinnar í bakgrunni. Titill þeirrar myndar er: „Hættur rússneskra lággjaldaflugfélaga“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar fordæma skopritið því síðast í mars birtist skopmynd af stríðinu í Úkraínu. Undir henni stóð „Hvernig væri ef við gerðum eitthvað við einhverja skopmyndateiknara?“. Myndina má sjá hér fyrir neðan. From the Kremlin to the Duma, Charlie Hebdo's MetroJet crash cartoons anger Moscow https://t.co/aTS76MT4RG pic.twitter.com/UMtjdymbI1— Newsweek (@Newsweek) November 6, 2015 Franskir sérfræðingar greindu frá því í dag að talið sé að öflug sprengja hafi orðið til þess að rússneska vélin hrapaði, með þeim afleiðingum að 224 fórust. Þeir segja ekkert benda til þess að vélarbilun hafi orðið, en flugritar sýna að allur tækjabúnaður var í góðu lagi skömmu áður en vélin fórst. ISIS samtökin höfðu áður lýst ábyrgð á verknaðnum og í gær greindi bandaríska fréttastofan NBC frá því að bandaríska leyniþjónustan hafi hlerað samtal milli ISIS liða í Sýrlandi og Egyptalandi þar sem fram kemur hvernig vélinni var grandað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti stöðvaði í gær allt áætlunarflug milli Rússlands og Egyptalands vegna hættu á hryðjuverkaárásum, en fimmtíu þúsund rússneskir ferðamenn eru nú í landinu. Ákvörðun Pútíns er mikið áfall fyrir efnahag Egypta sem byggir að miklu leyti á ferðaþjónustu. Um þrjátíu prósent allra ferðamanna í landinu koma frá Rússlandi.
Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53
Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28
Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18
Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33
Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02