Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2015 11:03 Frá fyrirspurnatíma forystusveitar Sjálfstæðisflokksins VÍSIR/Snærós Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi sitt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú rúmlega tíu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að þrátt fyrir að hún léti af embætti sem varaformaður nú væri hún ekki á útleið úr stjórnmálunum. Þá minntist hún sérstaklega á eftirtektarverða fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birist í aðdraganda fundarins. „Mér finnst ég vera í draumastarfinu og það eru engar dramatískar breytingar í undirbúningi á því í bráð. Ég vona innilega að þetta hryggi ekki suma skýrendur, sérfræðinga eða jafnvel sjáendur í málefnum Sjálfstæðisflokksins sem þegar hafa ráðstafað mér í flest embætti hér heima og jafnvel í fjarlægum löndum og gert því skóna, sá ég í einu tímariti nýlega, að ég væri á leið í ritstjórastól á Morgunblaðinu. Það gleymdist reyndar að telja það starf upp í annars aldeilis upplýsandi fréttaskýringu þess ágæta blaðs.“ Hanna Birna minntist ekki einu orði á ráðherratíð sína í Innanríkisráðuneytinu eða þá staðreynd að hún neyddist til að segja af sér embætti þegar fram kom að aðstoðarmaður hennar hefði lekið minnisblaði úr ráðuneytinu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Hún ræddi aftur á móti brotthvarf sitt úr varaformannsstólnum. Hanna Birna var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, snemma árs 2013. Þá tók hún við af Ólöfu Nordal, sem nú þegar hefur verið titluð varaformaður á skjá í Laugardalshöll, án þess að kosning hafi farið fram. „Og stundum er það svo kæru vinir að kaldir vindir hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerar hægri konur og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum velja að stíga til hliðar. Sú ákvörðun mín nú hefur ekkert með óbilandi trú mína á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins að gera. Hún hefur heldur ekkert að gera með þá miklu ástríðu sem ég hef fyrir verkefnunum framundan. Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna. Þá klykkti hún út með því að það væri samt ekki skuldbinding til eilífðar: „En trúið mér ég er í stjórnmálaum, ætla að starfa þar áfram og verð á þeim vettvangi áfram. En bara til að tryggja að þessu verði ekki snúið á hvolf þá felst í þessu ekki nein skuldbinding til eilífðar. En ég sit á þingi, nýt þess mjög og vona að ég hafi umboð til að gera það áfram.“ Hanna Birna tæpti á árangri Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og hugmyndum flokksins um frelsi, skattalækkanir og val einstaklingsins. Þá biðlaði hún til landsfundarins, líkt og Bjarni Benediktsson í ræðu sinni í gær, að tillaga sjálfstæðiskvenna um að auka hlut þeirra í störfum fyrir flokkinn yrði samþykkt. Vísir verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins alla helgina. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi sitt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú rúmlega tíu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að þrátt fyrir að hún léti af embætti sem varaformaður nú væri hún ekki á útleið úr stjórnmálunum. Þá minntist hún sérstaklega á eftirtektarverða fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birist í aðdraganda fundarins. „Mér finnst ég vera í draumastarfinu og það eru engar dramatískar breytingar í undirbúningi á því í bráð. Ég vona innilega að þetta hryggi ekki suma skýrendur, sérfræðinga eða jafnvel sjáendur í málefnum Sjálfstæðisflokksins sem þegar hafa ráðstafað mér í flest embætti hér heima og jafnvel í fjarlægum löndum og gert því skóna, sá ég í einu tímariti nýlega, að ég væri á leið í ritstjórastól á Morgunblaðinu. Það gleymdist reyndar að telja það starf upp í annars aldeilis upplýsandi fréttaskýringu þess ágæta blaðs.“ Hanna Birna minntist ekki einu orði á ráðherratíð sína í Innanríkisráðuneytinu eða þá staðreynd að hún neyddist til að segja af sér embætti þegar fram kom að aðstoðarmaður hennar hefði lekið minnisblaði úr ráðuneytinu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Hún ræddi aftur á móti brotthvarf sitt úr varaformannsstólnum. Hanna Birna var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, snemma árs 2013. Þá tók hún við af Ólöfu Nordal, sem nú þegar hefur verið titluð varaformaður á skjá í Laugardalshöll, án þess að kosning hafi farið fram. „Og stundum er það svo kæru vinir að kaldir vindir hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerar hægri konur og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum velja að stíga til hliðar. Sú ákvörðun mín nú hefur ekkert með óbilandi trú mína á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins að gera. Hún hefur heldur ekkert að gera með þá miklu ástríðu sem ég hef fyrir verkefnunum framundan. Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna. Þá klykkti hún út með því að það væri samt ekki skuldbinding til eilífðar: „En trúið mér ég er í stjórnmálaum, ætla að starfa þar áfram og verð á þeim vettvangi áfram. En bara til að tryggja að þessu verði ekki snúið á hvolf þá felst í þessu ekki nein skuldbinding til eilífðar. En ég sit á þingi, nýt þess mjög og vona að ég hafi umboð til að gera það áfram.“ Hanna Birna tæpti á árangri Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og hugmyndum flokksins um frelsi, skattalækkanir og val einstaklingsins. Þá biðlaði hún til landsfundarins, líkt og Bjarni Benediktsson í ræðu sinni í gær, að tillaga sjálfstæðiskvenna um að auka hlut þeirra í störfum fyrir flokkinn yrði samþykkt. Vísir verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins alla helgina.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00
Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28
Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45