Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. október 2015 07:00 Tjibbe Joustra kynnir niðurstöður rannsóknarinnar við brak úr vélinni, sem raðað hefur verið saman á ný. vísir/epa Enginn vafi er sagður leika á því lengur að malasíska farþegavélin, sem hrapaði yfir austanverðri Úkraínu í sumar, hafi verið skotin niður með flugskeyti af gerðinni Buk, sem framleitt er í Rússlandi. Þá sé ljóst að flugskeytinu hafi verið skotið frá yfirráðasvæði uppreisnarmanna, sem nutu stuðnings Rússa. Þetta er fullyrt í ítarlegri lokaskýrslu rannsóknar á hrapi vélarinnar sem hollensk rannsóknarnefnd kynnti í gær. Tjibbe Joustra, formaður nefndarinnar, sagði allar aðrar skýringar hafa verið útilokaðar. Hann sagði flugvélina hafa sprungið í loftinu. Sumir hlutar hennar hefðu hrapað strax niður en aðrir haldið áfram flugi nokkra kílómetra áður en þeir hröpuðu til jarðar. Brakið hefði dreifst yfir 50 ferkílómetra svæði. Hann sagði áhöfnina hafa orðið fyrir sprengjubrotum og látist samstundis en að farþegarnir hefðu misst meðvitund innan fárra sekúndna. Flestir voru þeir Hollendingar. Joustra tók undir gagnrýni á Úkraínustjórn fyrir að hafa ekki lokað lofthelginni yfir átakasvæðinu í austurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn, sem nutu stuðnings Rússa, börðust við stjórnarherinn og stuðningssveitir hans. Tugir úkraínskra flugvéla höfðu verið skotnir niður yfir þessu svæði áður en malasíska farþegaþotan flaug þar yfir og var skotin niður. Að sögn Joustra er svarið við því, hvers vegna lofthelginni hafði ekki verið lokað, bæði einfalt og dapurlegt: Enginn hafi hreinlega hugsað út í það að hugsanlega væri hættulegt að leyfa farþegaflugvélum að fljúga yfir þetta svæði. Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknarinnar. Rússlandsstjórn hefur sagt Úkraínustjórn bera ábyrgðina, og ýmist fullyrt að úkraínsk herþota hafi skotið niður malasísku farþegavélina eða sagt að flugskeytinu hafi verið skotið frá yfirráðasvæði úkraínska hersins. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Enginn vafi er sagður leika á því lengur að malasíska farþegavélin, sem hrapaði yfir austanverðri Úkraínu í sumar, hafi verið skotin niður með flugskeyti af gerðinni Buk, sem framleitt er í Rússlandi. Þá sé ljóst að flugskeytinu hafi verið skotið frá yfirráðasvæði uppreisnarmanna, sem nutu stuðnings Rússa. Þetta er fullyrt í ítarlegri lokaskýrslu rannsóknar á hrapi vélarinnar sem hollensk rannsóknarnefnd kynnti í gær. Tjibbe Joustra, formaður nefndarinnar, sagði allar aðrar skýringar hafa verið útilokaðar. Hann sagði flugvélina hafa sprungið í loftinu. Sumir hlutar hennar hefðu hrapað strax niður en aðrir haldið áfram flugi nokkra kílómetra áður en þeir hröpuðu til jarðar. Brakið hefði dreifst yfir 50 ferkílómetra svæði. Hann sagði áhöfnina hafa orðið fyrir sprengjubrotum og látist samstundis en að farþegarnir hefðu misst meðvitund innan fárra sekúndna. Flestir voru þeir Hollendingar. Joustra tók undir gagnrýni á Úkraínustjórn fyrir að hafa ekki lokað lofthelginni yfir átakasvæðinu í austurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn, sem nutu stuðnings Rússa, börðust við stjórnarherinn og stuðningssveitir hans. Tugir úkraínskra flugvéla höfðu verið skotnir niður yfir þessu svæði áður en malasíska farþegaþotan flaug þar yfir og var skotin niður. Að sögn Joustra er svarið við því, hvers vegna lofthelginni hafði ekki verið lokað, bæði einfalt og dapurlegt: Enginn hafi hreinlega hugsað út í það að hugsanlega væri hættulegt að leyfa farþegaflugvélum að fljúga yfir þetta svæði. Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknarinnar. Rússlandsstjórn hefur sagt Úkraínustjórn bera ábyrgðina, og ýmist fullyrt að úkraínsk herþota hafi skotið niður malasísku farþegavélina eða sagt að flugskeytinu hafi verið skotið frá yfirráðasvæði úkraínska hersins.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira