Koma fjölskyldu Florians til Íslands varpaði frekara ljósi á líkfundarmálið í Laxárdal Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2015 09:15 Lík Florians fannst við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum, nærri Höfn í Hornafirði. Vísir Fjölskylda Florians Maurice Franco Cendre kom hingað til lands fyrir skemmstu til að ræða við lögreglu og skoða staðinn í Laxárdal þar sem lík þessa nítján ára gamla Frakka fannst 18. ágúst síðastliðinn. Lögreglan bíður enn eftir krufningarskýrslu til að geta kveðið upp um dánarorsök piltsins en er þó nokkru nær um ferðir hans hér á landi.Florian Maurice Franco CendreFyrir rúmu ári síðan fór Florian með flugi frá Charles de Gaulle-flugvellinum í París til Íslands á miða sem gilti aðeins aðra leið. Flugið var 1. október í fyrra og gisti hann eina nótt á hóteli í Reykjavík en daginn eftir flaug hann austur á Hornafjörð.Vitni sá hann labba inn Laxárdal „Síðan erum við með eitt vitni sem man eftir að hafa séð mann, sem lýsingin passar alveg við, labba þarna inn dalinn daginn eftir að hann er kominn á Hornafjörð,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Hann segir lögregluna ekki hafa fengið frekari upplýsingar um ferðir Florians og biðlar enn til almennings ef einhver skyldi hafa einhverja vitneskju um málið. Eru þeir beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1020.Lá úti í tíu mánuði Í krufningarskýrslunni er til að mynda leitast við að svara því hvert ástand Florians var gagnvart lyfjum og öðru slíku. „Miðað við að þarna er maður búinn að liggja frá byrjun október og finnst þarna í ágúst,“ segir Elís en um tíu mánuðir liðu frá því Florian sást síðast og þar til göngufólk gekk fram á lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal.Ekkert sem bendir til glæps Elís segir lögreglu hafa miðað rannsókn sína við það að miklar líkur væru á að andlát Florians hefði borið að með saknæmum hætti. Lík Florians fannst fjarri mannabyggðum og þótti klæðnaður hans heldur hversdagslegur miðað við útivist að hausti á Íslandi, en hann var klæddur í svarta strigaskó, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu. „En við erum ekki að ná að tengja neitt sem er að segja okkur að þetta sé glæpur eða að hann hafi verið myrtur. Bráðabirgðakrufning sýnir ekki fram á að hann hafi verið beinbrotinn eða stunginn.“Göngufólk fann lík Forians við Sauðdrápsgil í Laxárdal á 18. ágúst síðastliðinn.Vísir/Loftmyndir.isHöfðu góðan aðgang að fjölskyldunni Hann segir fjölskyldu Florians hafa komið hingað til lands síðla í september og hafa verið yfirheyrða af lögreglu. „Við höfðum góðan aðgang að þeim. Þau fóru á staðinn sjálf til að kynna sér þetta og sú yfirreið öll er ekki að benda til að neinn hafi verið þar að verki, eða hann hafi átt sér óvildarmenn eða flæktur í neitt misjafnt.“Rífa plásturinn af ef nýja upplýsingar koma fram Elís segir lögregluna vera komna allt að því eins langt og hún getur farið með þessa rannsókn. Nú sé beðið eftir lokakrufningsskýrslunni erlendis frá. „Um leið og einhver veit meira og getur gefið upplýsingar þá rífum við plásturinn af og köfum lengra.“ Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Fjölskylda Florians Maurice Franco Cendre kom hingað til lands fyrir skemmstu til að ræða við lögreglu og skoða staðinn í Laxárdal þar sem lík þessa nítján ára gamla Frakka fannst 18. ágúst síðastliðinn. Lögreglan bíður enn eftir krufningarskýrslu til að geta kveðið upp um dánarorsök piltsins en er þó nokkru nær um ferðir hans hér á landi.Florian Maurice Franco CendreFyrir rúmu ári síðan fór Florian með flugi frá Charles de Gaulle-flugvellinum í París til Íslands á miða sem gilti aðeins aðra leið. Flugið var 1. október í fyrra og gisti hann eina nótt á hóteli í Reykjavík en daginn eftir flaug hann austur á Hornafjörð.Vitni sá hann labba inn Laxárdal „Síðan erum við með eitt vitni sem man eftir að hafa séð mann, sem lýsingin passar alveg við, labba þarna inn dalinn daginn eftir að hann er kominn á Hornafjörð,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Hann segir lögregluna ekki hafa fengið frekari upplýsingar um ferðir Florians og biðlar enn til almennings ef einhver skyldi hafa einhverja vitneskju um málið. Eru þeir beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1020.Lá úti í tíu mánuði Í krufningarskýrslunni er til að mynda leitast við að svara því hvert ástand Florians var gagnvart lyfjum og öðru slíku. „Miðað við að þarna er maður búinn að liggja frá byrjun október og finnst þarna í ágúst,“ segir Elís en um tíu mánuðir liðu frá því Florian sást síðast og þar til göngufólk gekk fram á lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal.Ekkert sem bendir til glæps Elís segir lögreglu hafa miðað rannsókn sína við það að miklar líkur væru á að andlát Florians hefði borið að með saknæmum hætti. Lík Florians fannst fjarri mannabyggðum og þótti klæðnaður hans heldur hversdagslegur miðað við útivist að hausti á Íslandi, en hann var klæddur í svarta strigaskó, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu. „En við erum ekki að ná að tengja neitt sem er að segja okkur að þetta sé glæpur eða að hann hafi verið myrtur. Bráðabirgðakrufning sýnir ekki fram á að hann hafi verið beinbrotinn eða stunginn.“Göngufólk fann lík Forians við Sauðdrápsgil í Laxárdal á 18. ágúst síðastliðinn.Vísir/Loftmyndir.isHöfðu góðan aðgang að fjölskyldunni Hann segir fjölskyldu Florians hafa komið hingað til lands síðla í september og hafa verið yfirheyrða af lögreglu. „Við höfðum góðan aðgang að þeim. Þau fóru á staðinn sjálf til að kynna sér þetta og sú yfirreið öll er ekki að benda til að neinn hafi verið þar að verki, eða hann hafi átt sér óvildarmenn eða flæktur í neitt misjafnt.“Rífa plásturinn af ef nýja upplýsingar koma fram Elís segir lögregluna vera komna allt að því eins langt og hún getur farið með þessa rannsókn. Nú sé beðið eftir lokakrufningsskýrslunni erlendis frá. „Um leið og einhver veit meira og getur gefið upplýsingar þá rífum við plásturinn af og köfum lengra.“
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20
Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34
Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09
Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13