Innlent

Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Florian Maurice Francois Cendre.
Florian Maurice Francois Cendre. mynd/lögreglan
Lögreglan á Suðurlandi vinnur enn að rannsókn líkfundar í Laxárdal í Nesjum. Greint hefur verið frá því að líkið sem fannst í seinasta mánuði er af 19 ára gömlum Frakka að nafni Florian Maurice Francois Cendre.

 

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að vitað er  að Florian kom með flugi til Íslands þann 1. október í fyrra. Hann gisti eina nótt á hóteli í Reykjavík en daginn eftir fór hann með flugi til Hafnar í Hornafirði. Eftir það er ekkert vitað um ferðir hans.

Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.

Meðfylgjandi er mynd af Florian sem lögreglan hefur birt og mun vera tekin af honum í lok árs 2013 eða byrjun árs 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×