Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 10:34 Rannsókn lögreglu á banaslysi við Jökulsárlón og líkfundar í Norðurárdal tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslum frá erlendum réttarlæknum. Lögreglan kallar eftir því að réttarlæknir verði staðsettur hér á landi. Vísir/Valli „Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19
Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00
Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13