Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 10:34 Rannsókn lögreglu á banaslysi við Jökulsárlón og líkfundar í Norðurárdal tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslum frá erlendum réttarlæknum. Lögreglan kallar eftir því að réttarlæknir verði staðsettur hér á landi. Vísir/Valli „Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19
Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00
Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13