Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 10:34 Rannsókn lögreglu á banaslysi við Jökulsárlón og líkfundar í Norðurárdal tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslum frá erlendum réttarlæknum. Lögreglan kallar eftir því að réttarlæknir verði staðsettur hér á landi. Vísir/Valli „Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
„Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19
Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00
Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13