Erlent

Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Trump er ekki þekktur fyrir linkind í garð innflytjenda.
Trump er ekki þekktur fyrir linkind í garð innflytjenda. Vísir/Getty
Bandaríski auðjöfurinn Donald  Trump , sem berst fyrir því að verða forsetaframbjóðandi  Repúblikanaflokksins , hefur varað við því að sýrlenskir hælisleitendur fái hæli í Bandaríkjunum þar sem þeir gætu verið vígamenn íslamska ríkisins.

Í ræðu sem hann hélt í 
New   Hampshire  í gær lýsti hann hryllingi sínum yfir því að Bandaríkin tækju við 200 þúsund sýrlenskum flóttamönnum. 

Trump , sem leiðir í  kapphlaupinu  um að verða forsetaefni flokksins, hét því að ef hann yrði kjörinn forseti yrðu allir hælisleitendur sendir til síns heima. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×