Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 30. september 2015 10:00 Alfreð Finnbogason fagnar sigurmarkinu. vísir/epa Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos í Grikklandi, var á forsíðum nánast allra helstu dagblaða þar í landi í morgun eftir sögulegt mark sem hann skoraði í 3-2 sigri gríska liðsins gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Alfreð, sem gekk í raðir Olympiacos frá Real Sociedad á lánssamningi í sumar, tryggði sínum mönnum sigurinn í seinni hálfleik og kom Olympiacos þannig á blað í Meistaradeildinni á þessu tímabili, en liðið tapaði fyrsta leiknum fyrir Bayern München á heimavelli.Sjá einnig:„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ Blikinn fyrrverandi kom inn á sem varamaður í hálfleik og tryggði gestunum sigurinn rétt eftir að Alexis Sánchez var búinn að jafna metin fyrir Arsenal í 2-2.Hér má sjá mark Alfreðs í gær í magnaðri lýsingu Harðar Magnússonar: Alfreð er að spila með sínu fimmta atvinnumannaliði, en hann fór frá Breiðabliki til Lokeren í Belgíu. Eftir það gekk hann í raðir Helsingborg í Svíþjóð og þaðan fór hann til Heerenveen í Hollandi. Alfreð varð markakóngur með Heerenveen leiktíðina 2013/2014 sem skilaði honum samningi hjá spænska liðinu Real Sociedad. Eftir eitt tímabil þar var hann svo lánaður til Olympiacos. Vísir hefur til gamans tekið saman tíu staðreyndir um markið sem Alfreð skoraði á Emirates-vellinum í gær, en þær má lesa hér að neðan.vísir/epa1. Með markinu á Emirates-vellinum varð Alfreð Finnbogason aðeins annar Íslendingurinn í sögunni sem skorar í Meistaradeildinni. Hinn er Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona.2. Alfreð varð fyrsti Íslendingurinn til að skora í sínum fyrsta Meistaradeildarleik, en Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea í öðrum Meistaradeildarleik sínum.3. Það tók Alfreð aðeins 21 mínútu að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark, en Eiður skoraði sitt fyrsta eftir 160 mínútur.Eiður Smári skorar gegn Liverpool.vísir/getty4. Áður en Alfreð skoraði gegn Arsenal í gær voru 3.129 dagar síðan Eiður Smári skoraði sitt síðasta Meistaradeildarmark eða átta ár, sex mánuðir og 23 dagar.5. Alfreð tryggði Olympiacos sigur með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki, en aðeins eitt marka Eiðs Smára vars sigurmark. Hann tryggði Barcelona 1-0 sigur á Liverpool á Anfield 6. mars 2007.6. Mark Alfreðs gegn Arsenal er sögulegt fyrir gríska félagið því aldrei áður hefur Olympiacos unnið Meistaradeildarleik á Englandi (13 tilraunir).7. Alfreð Finnbogason var með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrsti Íslendingurinn til að skora á Emirates-vellinum síðan Arsenal byrjaði að spila þar árið 2006.Alfreð svaraði jöfnunarmarki Sánchez.vísir/gety8. Markið sem Alfreð skoraði sá til þess að Arsenal tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en aldrei áður hafa lærisveinar Arsene Wengers byrjað svo illa.9. Olympiacos var ekki lengi að jafna sig á jöfnunarmarki Alexis Sánchez í gær, en Alfreð skoraði sigurmarkið innan við mínútu síðar. Aðeins voru liðnar 59 sekúndur frá því að Arsenal jafnaði leikinn í 2-2 þar sem Alfreð tryggði Olympiacos sigurinn.10. Markið í gær var það fyrsta sem Alfreð Finnbogason skorar í mótsleik fyrir Olympiacos síðan hann gekk í raðir liðsins frá Real Sociedad í sumar. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 „Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02 Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. 30. september 2015 08:57 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos í Grikklandi, var á forsíðum nánast allra helstu dagblaða þar í landi í morgun eftir sögulegt mark sem hann skoraði í 3-2 sigri gríska liðsins gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Alfreð, sem gekk í raðir Olympiacos frá Real Sociedad á lánssamningi í sumar, tryggði sínum mönnum sigurinn í seinni hálfleik og kom Olympiacos þannig á blað í Meistaradeildinni á þessu tímabili, en liðið tapaði fyrsta leiknum fyrir Bayern München á heimavelli.Sjá einnig:„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ Blikinn fyrrverandi kom inn á sem varamaður í hálfleik og tryggði gestunum sigurinn rétt eftir að Alexis Sánchez var búinn að jafna metin fyrir Arsenal í 2-2.Hér má sjá mark Alfreðs í gær í magnaðri lýsingu Harðar Magnússonar: Alfreð er að spila með sínu fimmta atvinnumannaliði, en hann fór frá Breiðabliki til Lokeren í Belgíu. Eftir það gekk hann í raðir Helsingborg í Svíþjóð og þaðan fór hann til Heerenveen í Hollandi. Alfreð varð markakóngur með Heerenveen leiktíðina 2013/2014 sem skilaði honum samningi hjá spænska liðinu Real Sociedad. Eftir eitt tímabil þar var hann svo lánaður til Olympiacos. Vísir hefur til gamans tekið saman tíu staðreyndir um markið sem Alfreð skoraði á Emirates-vellinum í gær, en þær má lesa hér að neðan.vísir/epa1. Með markinu á Emirates-vellinum varð Alfreð Finnbogason aðeins annar Íslendingurinn í sögunni sem skorar í Meistaradeildinni. Hinn er Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona.2. Alfreð varð fyrsti Íslendingurinn til að skora í sínum fyrsta Meistaradeildarleik, en Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea í öðrum Meistaradeildarleik sínum.3. Það tók Alfreð aðeins 21 mínútu að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark, en Eiður skoraði sitt fyrsta eftir 160 mínútur.Eiður Smári skorar gegn Liverpool.vísir/getty4. Áður en Alfreð skoraði gegn Arsenal í gær voru 3.129 dagar síðan Eiður Smári skoraði sitt síðasta Meistaradeildarmark eða átta ár, sex mánuðir og 23 dagar.5. Alfreð tryggði Olympiacos sigur með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki, en aðeins eitt marka Eiðs Smára vars sigurmark. Hann tryggði Barcelona 1-0 sigur á Liverpool á Anfield 6. mars 2007.6. Mark Alfreðs gegn Arsenal er sögulegt fyrir gríska félagið því aldrei áður hefur Olympiacos unnið Meistaradeildarleik á Englandi (13 tilraunir).7. Alfreð Finnbogason var með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrsti Íslendingurinn til að skora á Emirates-vellinum síðan Arsenal byrjaði að spila þar árið 2006.Alfreð svaraði jöfnunarmarki Sánchez.vísir/gety8. Markið sem Alfreð skoraði sá til þess að Arsenal tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en aldrei áður hafa lærisveinar Arsene Wengers byrjað svo illa.9. Olympiacos var ekki lengi að jafna sig á jöfnunarmarki Alexis Sánchez í gær, en Alfreð skoraði sigurmarkið innan við mínútu síðar. Aðeins voru liðnar 59 sekúndur frá því að Arsenal jafnaði leikinn í 2-2 þar sem Alfreð tryggði Olympiacos sigurinn.10. Markið í gær var það fyrsta sem Alfreð Finnbogason skorar í mótsleik fyrir Olympiacos síðan hann gekk í raðir liðsins frá Real Sociedad í sumar.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 „Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02 Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. 30. september 2015 08:57 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11
Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32
„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02
Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. 30. september 2015 08:57
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30