Fótbolti

Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Auðvitað er þetta frábært, þetta var draumakvöld fyrir mig og félagið,“ sagði Alfreð Finnbogason, hetja Olympiacos, eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig á Emirates vellinum í kvöld.

Gríska féalagið vann óvæntan 3-2 sigur á Arsenal og kom sigurmark Alfreðs stuttu eftir að Arsenal jafnaði metin.

„Við höfðum trú á okkur allt frá fyrstu mínútu. Ef þú kemur hingað að sækjast eftir stigi áttu enga möguleika.“

Alfreð viðurkenndi að leikurinn hefði tekið á.

„Það var boðið upp á tilfinningarússíbana í kvöld með öllum þessu mörkum.“

Næstu leikir liðsins eru gegn Dinamo Zagreb.

„Við þurfum að næla í stig gegn Zagreb, Bayern Munchen er augljóslega í bestu stöðunni en riðillinn er annars galopinn,“ sagði Alfreð sem sagði Lars Lagerback eflaust hafa verið að horfa.

„Hann horfði eflaust á þetta, hann horfir á flest alla leikina sem við íslensku leikmennirnir spilum í.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×