Höfða mál til að staðfesta eignarrétt apa á „selfies“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2015 14:17 Tvær þeirra mynda sem deilan stendur um. Hér má sjá Naruto brosa sínu breiðasta. mynd/wikimedia Dýraverndunarsamtökin PETA hafa höfðað mál fyrir hönd sex ára gamals makakíapa til að fá úr því skorið hvort hann sé eigandi myndar sem hann tók fyrir fjórum árum. Deilur um eignarhald á myndinni hafa staðið yfir í ár og nú hefur enn einn aðili bæst við málið. Fjallað er um málið af Guardian. Málið hófst fyrir ári er ljósmyndarinn sem kom myndavélinni fyrir, David Slater, taldi að hann ætti myndina. Fjöldi miðla á vefnum vildi hins vegar meina að enginn ætti myndina og því gæti hver sem er notað hana. Hafa þeir meðal annars neitað að taka myndina úr birtingu hjá sér.Sjá einnig: Vill skoðun dómstóla á apa „selfie“ PETA lögðu kæru apans fram fyrir dómstólum í San Francisco í dag. Samtökin fara fram á að þau fái féð til vörslu fyrir hönd apans Naruto, sex ára gamals makakíapa. Myndin var tekin árið 2011 í ferð Slater til Sulawesi í Indónesíu. Hann kom myndavélinni fyrir og beið þess að api nálgaðist hana og smellti af sér mynd. Afraksturinn var settur í bók sem hann gaf út skömmu síðar.Sjá einnig: Háhyrningar stefna SeaWorld fyrir þrælahald Slater vill meina að hann verði fyrir gríðarmiklu tekjutapi sökum þess að miðlar á borð við Wikimedia hafi myndina á síðum sínum án þess að greiða fyrir hana. Miðlarnir vilja hins vegar meina að enginn eigi myndina þar sem það var dýr en ekki manneskja sem smellti af. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem PETA fer fram með mál sem litlar líkur eru taldar á að nái fram að ganga. Fyrir þremur árum síðan höfðuðu samtökin til að mynda mál gegn SeaWorld þar sem þau töldu aðbúnað háhyrninga í garðinum jaðra við þrælahald. Dómari hafnaði málaflutningi samtakanna á þeim grundvelli að bann við þrælahaldi sneri aðeins að mönnum. Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Átakanlegar háhyrningamyndir frá Sædýrasafninu CNN fjallar um háhyrningaveiðar og birtir áður óséðar myndir frá Sædýrasafninu í Hafnarfirði, af nýveiddum háhyrningum. 2. desember 2014 13:10 Háhyrningar höfða mál gegn sædýrasafni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hafnaði því á mánudag að vísa frá máli sem gæti skorið úr um hvort dýr njóti sömu verndar gegn þrælahaldi og menn. Dýraverndarsamtökin PETA hafa höfðað málið fyrir hönd fimm háhyrninga. 8. febrúar 2012 00:01 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Dýraverndunarsamtökin PETA hafa höfðað mál fyrir hönd sex ára gamals makakíapa til að fá úr því skorið hvort hann sé eigandi myndar sem hann tók fyrir fjórum árum. Deilur um eignarhald á myndinni hafa staðið yfir í ár og nú hefur enn einn aðili bæst við málið. Fjallað er um málið af Guardian. Málið hófst fyrir ári er ljósmyndarinn sem kom myndavélinni fyrir, David Slater, taldi að hann ætti myndina. Fjöldi miðla á vefnum vildi hins vegar meina að enginn ætti myndina og því gæti hver sem er notað hana. Hafa þeir meðal annars neitað að taka myndina úr birtingu hjá sér.Sjá einnig: Vill skoðun dómstóla á apa „selfie“ PETA lögðu kæru apans fram fyrir dómstólum í San Francisco í dag. Samtökin fara fram á að þau fái féð til vörslu fyrir hönd apans Naruto, sex ára gamals makakíapa. Myndin var tekin árið 2011 í ferð Slater til Sulawesi í Indónesíu. Hann kom myndavélinni fyrir og beið þess að api nálgaðist hana og smellti af sér mynd. Afraksturinn var settur í bók sem hann gaf út skömmu síðar.Sjá einnig: Háhyrningar stefna SeaWorld fyrir þrælahald Slater vill meina að hann verði fyrir gríðarmiklu tekjutapi sökum þess að miðlar á borð við Wikimedia hafi myndina á síðum sínum án þess að greiða fyrir hana. Miðlarnir vilja hins vegar meina að enginn eigi myndina þar sem það var dýr en ekki manneskja sem smellti af. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem PETA fer fram með mál sem litlar líkur eru taldar á að nái fram að ganga. Fyrir þremur árum síðan höfðuðu samtökin til að mynda mál gegn SeaWorld þar sem þau töldu aðbúnað háhyrninga í garðinum jaðra við þrælahald. Dómari hafnaði málaflutningi samtakanna á þeim grundvelli að bann við þrælahaldi sneri aðeins að mönnum.
Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Átakanlegar háhyrningamyndir frá Sædýrasafninu CNN fjallar um háhyrningaveiðar og birtir áður óséðar myndir frá Sædýrasafninu í Hafnarfirði, af nýveiddum háhyrningum. 2. desember 2014 13:10 Háhyrningar höfða mál gegn sædýrasafni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hafnaði því á mánudag að vísa frá máli sem gæti skorið úr um hvort dýr njóti sömu verndar gegn þrælahaldi og menn. Dýraverndarsamtökin PETA hafa höfðað málið fyrir hönd fimm háhyrninga. 8. febrúar 2012 00:01 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09
Átakanlegar háhyrningamyndir frá Sædýrasafninu CNN fjallar um háhyrningaveiðar og birtir áður óséðar myndir frá Sædýrasafninu í Hafnarfirði, af nýveiddum háhyrningum. 2. desember 2014 13:10
Háhyrningar höfða mál gegn sædýrasafni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hafnaði því á mánudag að vísa frá máli sem gæti skorið úr um hvort dýr njóti sömu verndar gegn þrælahaldi og menn. Dýraverndarsamtökin PETA hafa höfðað málið fyrir hönd fimm háhyrninga. 8. febrúar 2012 00:01