Enski boltinn

Balague: De Gea verður áfram hjá United | Real Madrid ætlar ekki að áfrýja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sagan endalausa um David De Gea heldur áfram.
Sagan endalausa um David De Gea heldur áfram. vísir/afp
David De Gea verður áfram í herbúðum Manchester United en Real Madrid ætlar ekki að áfrýja félagaskiptum hans eins og búist var við.

Real Madrid var búið að ná samkomulagi við United um kaup á De Gea í gær en spænska úrvalsdeildin gaf ekki grænt ljós á félagaskiptin vegna þess að tilskildir pappírar bárust ekki á réttum tíma.

Samkvæmt Gulliem Balague, sérfræðingi Sky Sports, mun Real Madrid ekki áfrýja félagaskiptunum sem þýðir að De Gea verður áfram hjá United, allavega fram að janúarglugganum.

Að sögn Balague sá Real Madrid fram á að áfrýjunin yrði ekki tekin gild og ákvað félagið því að láta staðar numið í bili.

Þetta þýðir einnig að Keylor Navas heldur kyrru fyrir hjá Real Madrid en hann átti að fara til United í skiptum fyrir De Gea, sem hluti af kaupverðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×