Enski boltinn

Balague: De Gea fer ekki til Real Madrid | Náðu ekki að skila skjölunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lítur allt út fyrir að De Gea verði annað tímabil hjá Manchester United.
Lítur allt út fyrir að De Gea verði annað tímabil hjá Manchester United. Vísir/Getty
Samkvæmt Guillem Balague, sérfræðing SkySports um spænska boltann, náðu Real Madrid og Manchester United ekki að skila öllum pappírum til þess að ganga frá félagsskiptum David De Gea á réttum tíma.

Talið var að gengið yrði frá sölunni í kvöld og að Keylor Navas myndi ganga til liðs við Manchester United sem hluti af kaupverðinu en Balague greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að það hefði ekki gengið.

De Gea snýr því ekki aftur til Madrídar í sumar en hann ólst upp hjá erkifjendum Real Madrid í Atletico Madrid og lék tvö tímabil í spænsku úrvalsdeildinni.

De Gea á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester United og má því gera ráð fyrir að hann gangi til liðs við spænska stórveldið næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×