Erlent

Subway Jared játar barnaníð

Samúel Karl Ólason skrifar
Jard Fogle yfirgefur dómsal.
Jard Fogle yfirgefur dómsal. Vísir/AFP
Jared Fogle, sem lengi hefur starfað sem talsmaður Subway, hefur samþykkt að játa barnaníð og vörslu barnakláms. Hann er sagður hafa greitt fyrir kynlíf við 16 ára gamlar stúlkur. Þá var barnaklámið framleitt af fyrrverandi yfirmanni góðgerðarsamtaka Fogle.

Í gegnum góðgerðastarfið heimsótti Fogle skóla víða um Bandaríkin þar sem hann ræddi við börn um holt mataræði og offitu. Saksóknarar segja að Fogla hafi notað ferðir sínar á vegum Subway og Jared Foundation til að leita að ungum vændiskonum.

„Við eigum við frægan einstakling sem hafði aðgang, vald og úrræði til að gera hvað sem hann vildi geta. Hann valdi að sækjast eftir og jafnvel misnota börn,“ hefur AP fréttaveitan eftir Rick Hite, lögreglustjóra Indianapolis.

Meðlimir Alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit á heimili í síðasta mánuði og var Russell Taylor, fyrrverandi yfirmaður góðgerðarsamtaka Fogel handtekinn vegna barnakláms. Subway sagði Fogle upp störfum eftir það.

Sjá einnig: Lögreglan leitaði á heimili „Subway“ Jared

Samkvæmt dómsgögnum er Fogle gert að hafa greitt fyrir kynlíf við tvær stúlkur undir 18 ára aldri á hóteli í New York. Þar að auki er hann sagður hafa boðið vændiskonum fundarlaun, ef þær gætu komið honum í samband við yngri stúlkur sem hann gæti greitt fyrir kynlíf.

Búist er við því að hann muni formlega játa í dag og samkvæmt samkomulagi sem saksóknarar birtu, mun Fogle greiða 1,4 milljónir dala sem verður dreift til 14 ólögráða fórnarlamba hans. Hann mun einnig þurf að skrá sig sem kynferðisbrotamann og gangast undir meðferð.

Þá samþykkti ákæruvaldið að sækjast ekki eftir meira en 12,5 ára fangelsisvist og Fogle samþykkti að fara ekki fram á minna en fimm ár.

„Fogle veit að skaðabætur munu ekki laga þann skaða sem hann hefur valdið, en hann mun gera allt sem hann getur til að laga skaðann,“ sagði lögmaður Fogle við blaðamenn. Hann er giftur og á tvö börn, en eiginkona Fogle sótti um skilnað á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×