Subway Jared játar barnaníð Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2015 08:01 Jard Fogle yfirgefur dómsal. Vísir/AFP Jared Fogle, sem lengi hefur starfað sem talsmaður Subway, hefur samþykkt að játa barnaníð og vörslu barnakláms. Hann er sagður hafa greitt fyrir kynlíf við 16 ára gamlar stúlkur. Þá var barnaklámið framleitt af fyrrverandi yfirmanni góðgerðarsamtaka Fogle. Í gegnum góðgerðastarfið heimsótti Fogle skóla víða um Bandaríkin þar sem hann ræddi við börn um holt mataræði og offitu. Saksóknarar segja að Fogla hafi notað ferðir sínar á vegum Subway og Jared Foundation til að leita að ungum vændiskonum. „Við eigum við frægan einstakling sem hafði aðgang, vald og úrræði til að gera hvað sem hann vildi geta. Hann valdi að sækjast eftir og jafnvel misnota börn,“ hefur AP fréttaveitan eftir Rick Hite, lögreglustjóra Indianapolis. Meðlimir Alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit á heimili í síðasta mánuði og var Russell Taylor, fyrrverandi yfirmaður góðgerðarsamtaka Fogel handtekinn vegna barnakláms. Subway sagði Fogle upp störfum eftir það.Sjá einnig: Lögreglan leitaði á heimili „Subway“ Jared Samkvæmt dómsgögnum er Fogle gert að hafa greitt fyrir kynlíf við tvær stúlkur undir 18 ára aldri á hóteli í New York. Þar að auki er hann sagður hafa boðið vændiskonum fundarlaun, ef þær gætu komið honum í samband við yngri stúlkur sem hann gæti greitt fyrir kynlíf. Búist er við því að hann muni formlega játa í dag og samkvæmt samkomulagi sem saksóknarar birtu, mun Fogle greiða 1,4 milljónir dala sem verður dreift til 14 ólögráða fórnarlamba hans. Hann mun einnig þurf að skrá sig sem kynferðisbrotamann og gangast undir meðferð. Þá samþykkti ákæruvaldið að sækjast ekki eftir meira en 12,5 ára fangelsisvist og Fogle samþykkti að fara ekki fram á minna en fimm ár. „Fogle veit að skaðabætur munu ekki laga þann skaða sem hann hefur valdið, en hann mun gera allt sem hann getur til að laga skaðann,“ sagði lögmaður Fogle við blaðamenn. Hann er giftur og á tvö börn, en eiginkona Fogle sótti um skilnað á miðvikudaginn. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Jared Fogle, sem lengi hefur starfað sem talsmaður Subway, hefur samþykkt að játa barnaníð og vörslu barnakláms. Hann er sagður hafa greitt fyrir kynlíf við 16 ára gamlar stúlkur. Þá var barnaklámið framleitt af fyrrverandi yfirmanni góðgerðarsamtaka Fogle. Í gegnum góðgerðastarfið heimsótti Fogle skóla víða um Bandaríkin þar sem hann ræddi við börn um holt mataræði og offitu. Saksóknarar segja að Fogla hafi notað ferðir sínar á vegum Subway og Jared Foundation til að leita að ungum vændiskonum. „Við eigum við frægan einstakling sem hafði aðgang, vald og úrræði til að gera hvað sem hann vildi geta. Hann valdi að sækjast eftir og jafnvel misnota börn,“ hefur AP fréttaveitan eftir Rick Hite, lögreglustjóra Indianapolis. Meðlimir Alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit á heimili í síðasta mánuði og var Russell Taylor, fyrrverandi yfirmaður góðgerðarsamtaka Fogel handtekinn vegna barnakláms. Subway sagði Fogle upp störfum eftir það.Sjá einnig: Lögreglan leitaði á heimili „Subway“ Jared Samkvæmt dómsgögnum er Fogle gert að hafa greitt fyrir kynlíf við tvær stúlkur undir 18 ára aldri á hóteli í New York. Þar að auki er hann sagður hafa boðið vændiskonum fundarlaun, ef þær gætu komið honum í samband við yngri stúlkur sem hann gæti greitt fyrir kynlíf. Búist er við því að hann muni formlega játa í dag og samkvæmt samkomulagi sem saksóknarar birtu, mun Fogle greiða 1,4 milljónir dala sem verður dreift til 14 ólögráða fórnarlamba hans. Hann mun einnig þurf að skrá sig sem kynferðisbrotamann og gangast undir meðferð. Þá samþykkti ákæruvaldið að sækjast ekki eftir meira en 12,5 ára fangelsisvist og Fogle samþykkti að fara ekki fram á minna en fimm ár. „Fogle veit að skaðabætur munu ekki laga þann skaða sem hann hefur valdið, en hann mun gera allt sem hann getur til að laga skaðann,“ sagði lögmaður Fogle við blaðamenn. Hann er giftur og á tvö börn, en eiginkona Fogle sótti um skilnað á miðvikudaginn.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira