Íslenski boltinn

Markið hans Glenn sem heldur spennu í toppbaráttunni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Glenn fagnar.
Jonathan Glenn fagnar. Vísir/Andri Marinó

Jonathan Glenn var áfram á skotskónum með Blikum í Pepsi-deildinni í kvöld þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

Glenn skoraði sigurmarkið sitt af harðfylgni á 43. mínútu leiksins eftir að Ellert Hreinsson skallaði sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar til hans.

Glenn hefur byrjað fjóra leiki með Breiðabliki, hann hefur skorað í þeim öllum og Blikar hafa fengið 12 stig af 12 mögulegum í þeim.

Þetta var í annað skiptið sem Glenn tryggir Blikum 1-0 sigur á útivelli en hann skoraði auk þess öll þrjú mörkin í síðustu umferð á móti Skagamönnum.

Alls hefur Glenn skorað 6 mörk í 5 leikjum með Breiðabliki og 10 mörk í 16 leikjum í Pepsi-deildinni með bæði ÍBV og Breiðabliki.

Mark Glenn í kvöld þýðir að Blikar eru enn bara fjórum stigum á eftir toppliði FH.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Jonathan Glenn á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.