Íslenski boltinn

Markið hans Glenn sem heldur spennu í toppbaráttunni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Glenn fagnar.
Jonathan Glenn fagnar. Vísir/Andri Marinó
Jonathan Glenn var áfram á skotskónum með Blikum í Pepsi-deildinni í kvöld þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

Glenn skoraði sigurmarkið sitt af harðfylgni á 43. mínútu leiksins eftir að Ellert Hreinsson skallaði sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar til hans.

Glenn hefur byrjað fjóra leiki með Breiðabliki, hann hefur skorað í þeim öllum og Blikar hafa fengið 12 stig af 12 mögulegum í þeim.

Þetta var í annað skiptið sem Glenn tryggir Blikum 1-0 sigur á útivelli en hann skoraði auk þess öll þrjú mörkin í síðustu umferð á móti Skagamönnum.

Alls hefur Glenn skorað 6 mörk í 5 leikjum með Breiðabliki og 10 mörk í 16 leikjum í Pepsi-deildinni með bæði ÍBV og Breiðabliki.

Mark Glenn í kvöld þýðir að Blikar eru enn bara fjórum stigum á eftir toppliði FH.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Jonathan Glenn á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×