Erlent

Úr ráðherrastól í embætti borgarstjóra

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Francois Rebsame
Francois Rebsame vísir/epa
Francois Rebsamen hyggst stíga til hliðar sem atvinnumálaráðherra Frakklands í næstu viku. Hann mun að taka við embætti borgarstjóra í frönsku borginni Dijon í kjölfarið, og ætlar að skila inn uppsagnarbréfi sínu eftir næsta ríkisstjórnarfund, eða hinn 19. ágúst næstkomandi.

Hafist verður handa við að finna nýjan atvinnumálaráðherra, en atvinnuleysi í landinu er afar hátt, eða um tíu prósent. Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur gefið það út að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri, nema honum takist að draga úr atvinnuleysi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×