Árásinni í Bangkok var beint gegn ferðamönnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2015 15:14 Fjöldi manns var á staðnum er sprengingin varð. vísir/ap Minnst tólf eru látnir og hátt í áttatíu særðir eftir að mótórhjólasprengja sprakk í Bangkok, höfuðborg Taílands. Ríkisstjórn landsins segir að sprengjunni hafi verið ætlað að skaða ferðamannaiðnað í landinu og lama þar með efnahagskerfi þess. 78 manns hafa verið fluttir á nærliggjandi sjúkrahús en hlúð er að minna slösuðum á nærliggjandi hótelum. Sprengingin átti sér stað á fjölförnum gatnamótum skammt frá Erawan hofinu í höfuðborginnni. Margir heimsækja hofið á degi hverjum, jafnt ferðamenn sem heimafólk, en þar má finna styttu af Brahma, gyðju hindúa.Bangkok bomb blast pic.twitter.com/fPcBk2qk1N — Agence France-Presse (@AFP) August 17, 2015 Torgið hefur í gegnum tíðina verið nýtt til mótmæla í landinu en fyrir fimm árum síðan létust níutíu manns er herinn hóf skothríð að mótmælendum sem voru komnir saman til að lýsa yfir andúð sinni á stjórnvöldum í landinu. Aðeins rétt rúmir sex kílómetrar eru frá hofinu að þinghúsi landsins. Mikill óróleiki hefur verið í landinu undanfarin ár en landinu hefur verið stýrt af hernum frá því í maí í fyrra. Herinn tók þá stjórnina eftir að mótmæli höfðu staðið yfir í landinu svo mánuðum skipti. Oftar en ekki fóru þau fram þar sem sprengjan sprakk. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að múslimar í suðurhluta landsins séu að baki henni. Sprengjur eru afar sjaldséðar í höfuðborginni en öllu algengari syðst í landinu. Rúm 95% þeirra 67 millljón manns sem í landinu búa eru búddistar en aðrir eru ýmist múslimar eða hindúar. „Markmiðið var að eyðileggja hagkerfið og ferðamannaiðnaðinn því sprengjan sprakk á miklu ferðamannasvæði,“ segir Prawit Wongsuwan varnarmálaráðherra Taílands. „Við höfum fundið eina sprengju á svæðinu og teljum líklegt að það séu fleiri. Við leitum af þeim í augnablikinu. Það gæti orðið önnur sprenging svo við biðjum fólk um að vera ekki á þvælingi að óþörfu í kringum svæðið,“ segir Wongsuwan.vísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/ap Tengdar fréttir Öflug sprenging í Bangkok Fyrstu fregnir herma að minnst tólf séu látnir og á annan tug séu særðir. 17. ágúst 2015 12:42 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Minnst tólf eru látnir og hátt í áttatíu særðir eftir að mótórhjólasprengja sprakk í Bangkok, höfuðborg Taílands. Ríkisstjórn landsins segir að sprengjunni hafi verið ætlað að skaða ferðamannaiðnað í landinu og lama þar með efnahagskerfi þess. 78 manns hafa verið fluttir á nærliggjandi sjúkrahús en hlúð er að minna slösuðum á nærliggjandi hótelum. Sprengingin átti sér stað á fjölförnum gatnamótum skammt frá Erawan hofinu í höfuðborginnni. Margir heimsækja hofið á degi hverjum, jafnt ferðamenn sem heimafólk, en þar má finna styttu af Brahma, gyðju hindúa.Bangkok bomb blast pic.twitter.com/fPcBk2qk1N — Agence France-Presse (@AFP) August 17, 2015 Torgið hefur í gegnum tíðina verið nýtt til mótmæla í landinu en fyrir fimm árum síðan létust níutíu manns er herinn hóf skothríð að mótmælendum sem voru komnir saman til að lýsa yfir andúð sinni á stjórnvöldum í landinu. Aðeins rétt rúmir sex kílómetrar eru frá hofinu að þinghúsi landsins. Mikill óróleiki hefur verið í landinu undanfarin ár en landinu hefur verið stýrt af hernum frá því í maí í fyrra. Herinn tók þá stjórnina eftir að mótmæli höfðu staðið yfir í landinu svo mánuðum skipti. Oftar en ekki fóru þau fram þar sem sprengjan sprakk. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að múslimar í suðurhluta landsins séu að baki henni. Sprengjur eru afar sjaldséðar í höfuðborginni en öllu algengari syðst í landinu. Rúm 95% þeirra 67 millljón manns sem í landinu búa eru búddistar en aðrir eru ýmist múslimar eða hindúar. „Markmiðið var að eyðileggja hagkerfið og ferðamannaiðnaðinn því sprengjan sprakk á miklu ferðamannasvæði,“ segir Prawit Wongsuwan varnarmálaráðherra Taílands. „Við höfum fundið eina sprengju á svæðinu og teljum líklegt að það séu fleiri. Við leitum af þeim í augnablikinu. Það gæti orðið önnur sprenging svo við biðjum fólk um að vera ekki á þvælingi að óþörfu í kringum svæðið,“ segir Wongsuwan.vísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/ap
Tengdar fréttir Öflug sprenging í Bangkok Fyrstu fregnir herma að minnst tólf séu látnir og á annan tug séu særðir. 17. ágúst 2015 12:42 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Öflug sprenging í Bangkok Fyrstu fregnir herma að minnst tólf séu látnir og á annan tug séu særðir. 17. ágúst 2015 12:42