Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2015 21:04 Vísir „Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Víkingum í kvöld. Leiknir komst yfir á 88. mínútu en Víkingur jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
„Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Víkingum í kvöld. Leiknir komst yfir á 88. mínútu en Víkingur jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30