Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2015 21:04 Vísir „Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Víkingum í kvöld. Leiknir komst yfir á 88. mínútu en Víkingur jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
„Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Víkingum í kvöld. Leiknir komst yfir á 88. mínútu en Víkingur jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30