Erlent

Vélmenni Google sýnir einstaka hreyfigetu

Samúel Karl Ólason skrifar
Atlas á ferðinni.
Atlas á ferðinni.
Fyrirtækið Bostan Dynamics, sem er í eigu Google, birti nýverið myndband af vélmenni hlaupa yfir stórgrýti og hlaupa um í skógi. Vélmennið Atlas sýnir einstaka hreyfigetu í myndbandinu og þar að auki hraða.

Vélhundurinn Spot byrjar myndbandið á því að opna hurð. Boston Dynamics vinnur að þróun margskonar vélmenna og er fyrirtækið að hluta til fjármagnað af bandaríska hernum.

­Þó Atlas sé á göngu um skóg, er hann tengdur við rafmagn með snúru.

„Við höfum áhuga á að koma vélmenninu út í heiminn. Þar taka við nýjar áskoranir en á rannsóknarstofu, þar sem ekki er hægt að segja til um hvernig aðstæður verða,“ segir Marc Raibert, stofnandi Boston Dynamics.

Cheetah Hér má sjá kynninguna þar sem BD sýndi myndbandið í heild sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×