Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Flestir flóttamannanna koma frá Sýrlandi og fara yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu eða Grikklands. Fréttablaðið/EPA Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Flóttamenn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF.
Flóttamenn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira