Erlent

Alger glundroði í málum flóttamanna á grískum eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Langflestir flóttamennirnir eru á flótta undan stríði í Sýrlandi, Írak og Afganistan.
Langflestir flóttamennirnir eru á flótta undan stríði í Sýrlandi, Írak og Afganistan. Vísir/AFP
Alger glundroði ríkir í málefnum flóttamanna á þeim grísku eyjum sem næstar eru Tyrklandi. Þetta er mat fulltrúa Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Húsnæðismál, hreinlætismál og aðgengi að hreinu vatni er ábótavant á eyjunum Kos, Chios og Lesbos og er aðstæðum lýst sem „skammarlegum“.

Í frétt BBC segir að grísk stjórnvöld hafi biðlað til Evrópusambandsins um aðstoð en flóttamannastraumurinn hefur aukist gríðarlega síðustu mánuði.

Á flótta undan stríði

Langflestir flóttamennirnir eru á flótta undan stríði í Sýrlandi, Írak og Afganistan.

Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja einnig að helstu flóttamannabúðirnar í Austurríki – Traiskirchen – séu yfirfullar.

50 þúsund bara í júlímánuði

Vincent Cochetel, yfirmaður Evrópudeildar stofnunarinnar, segir að 124 þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á þessu ári, þar af 50 þúsund bara í júlímánuði.

Cochetel segir að önnur aðildarríki ESB verði að gera meira til að aðstoða Grikki, en að Grikkir verði sjálfir að leiða og samræma starfið. „Á flestum eyjunum er engin móttaka fyrir flóttamenn, fólk sefur ekki undir þaki. Það ríkir alger glundroði á eyjunum. Eftir nokkra daga eru þeir sendir til Aþenu, ekkert bíður þeirra í Aþenu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×