Erlent

Fimm ára stúlka lést eftir að hafa verið skilin eftir í bíl

Atli Ísleifsson skrifar
Stúlkan lést á þriðjudagskvöldinu nærri tjaldsvæði í bænum Muzzano.
Stúlkan lést á þriðjudagskvöldinu nærri tjaldsvæði í bænum Muzzano. Vísir/Getty
Fimm ára stúlka lést í svissnesku kantónunni Ticino eftir að móðir hennar hafði skilið hana eftir í bíl. Hitabylgja gengur nú yfir Sviss þar sem meðalhitinn í júlímánuði hefur mælst rúmlega 33 gráður.

Stúlkan, sem á svissneska og þýska foreldra, lést á þriðjudagskvöldinu nærri tjaldsvæði í bænum Muzzano.

Í yfirlýsingu lögreglu segir að læknum hafi ekki tekist að endurlífga stúlkuna sem var úrskurðuð látin á staðnum. Ekkert kemur fram um ástæður þess að móðirin hafi skilið barnið eftir í bílnum.

Málið er nú í rannsókn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×