Fá ekki að fullnýta tollkvóta sinn vegna verkfallsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júlí 2015 14:12 Vörur skemmdust er þær fengust ekki leystar úr gámum. vísir/gva Ýmis fyrirtæki sem standa í innflutningi á Matvælum urðu fyrir tjóni vegna þess að vörur þeirra runnu út og skemmdust á meðan verkfalli MAST stóð. Ofan á þetta bætist að sum fyrirtæki geta ekki fullnýtt innflutningskvóta sinn á búvörum. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Atvinnuvegaráðuneytið hefur synjað beiðni Innness ehf. um að tollkvóti sem gefinn er út samkvæmt WTO-samningnum verði framlengdur sem nemur þeim tíma er verkfall stóð. WTO-tollkvótarnir eru gefnir út fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní árið eftir. Undanfarin ár hefur verið venja að ráðuneytið hefur framlengt heimild til innflutnings á lægri tollum, sem tollkvótarnir heimila, út júlí. Þannig hafa fyrirtæki fengið svigrúm til að koma sendingum sem pantaðar voru undir lok tímabilsins til landsins. Í ár óskaði Innnes eftir framlengingu á tollkvóta fyrir osta í átta vikur umfram það sem venjan er, til að mæta áhrifum átta vikna verkfalls. Á meðan á því stóð forðuðust fyrirtæki að flytja til landsins vörur með stutt geymsluþol. Þessu erindi Innness hefur verið synjað af hálfu atvinnuvegaráðuneytisins, án rökstuðnings. Það stefnir því í að fyrirtækið geti ekki fullnýtt tollkvóta sem það hefur greitt fyrir háar fjárhæðir í útboðsgjald. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé bagalegt fyrir fyrirtæki að lenda í þessari aðstöðu. „Þessi viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins eru því miður enn eitt dæmið um að ráðuneytið sýnir hámarksstífni og forðast eins og heitan eldinn að hliðra til fyrir þeirri litlu erlendu samkeppni sem innlendir búvöruframleiðendur fá,“ segir Ólafur. „Það er löngu orðið tímabært að taka allt þetta kerfi sem varðar innflutningsheimildir á búvörum til gagngerrar endurskoðunar.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37 Telja aðgerðir vera ólöglegar Gagnrýna Matvælastofnun. 21. maí 2015 13:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Ýmis fyrirtæki sem standa í innflutningi á Matvælum urðu fyrir tjóni vegna þess að vörur þeirra runnu út og skemmdust á meðan verkfalli MAST stóð. Ofan á þetta bætist að sum fyrirtæki geta ekki fullnýtt innflutningskvóta sinn á búvörum. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Atvinnuvegaráðuneytið hefur synjað beiðni Innness ehf. um að tollkvóti sem gefinn er út samkvæmt WTO-samningnum verði framlengdur sem nemur þeim tíma er verkfall stóð. WTO-tollkvótarnir eru gefnir út fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní árið eftir. Undanfarin ár hefur verið venja að ráðuneytið hefur framlengt heimild til innflutnings á lægri tollum, sem tollkvótarnir heimila, út júlí. Þannig hafa fyrirtæki fengið svigrúm til að koma sendingum sem pantaðar voru undir lok tímabilsins til landsins. Í ár óskaði Innnes eftir framlengingu á tollkvóta fyrir osta í átta vikur umfram það sem venjan er, til að mæta áhrifum átta vikna verkfalls. Á meðan á því stóð forðuðust fyrirtæki að flytja til landsins vörur með stutt geymsluþol. Þessu erindi Innness hefur verið synjað af hálfu atvinnuvegaráðuneytisins, án rökstuðnings. Það stefnir því í að fyrirtækið geti ekki fullnýtt tollkvóta sem það hefur greitt fyrir háar fjárhæðir í útboðsgjald. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé bagalegt fyrir fyrirtæki að lenda í þessari aðstöðu. „Þessi viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins eru því miður enn eitt dæmið um að ráðuneytið sýnir hámarksstífni og forðast eins og heitan eldinn að hliðra til fyrir þeirri litlu erlendu samkeppni sem innlendir búvöruframleiðendur fá,“ segir Ólafur. „Það er löngu orðið tímabært að taka allt þetta kerfi sem varðar innflutningsheimildir á búvörum til gagngerrar endurskoðunar.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37 Telja aðgerðir vera ólöglegar Gagnrýna Matvælastofnun. 21. maí 2015 13:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37