Pólitísk óvissa eykst í Grikklandi en markaðir hressast Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 11:39 Pólitísk framtíð Alexis Tsipras í óvissu eftir að tæplega þriðjungur þingmanna flokks hans greiddi atkvæði gegn lánapakka Evrópu í nótt. vísir/afp Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira