Komust yfir kennitölur, sjúkraskrár og sakaskrár milljóna Bandaríkjamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2015 23:31 Tölvuhakkararnir brutust inn í kerfi opinberrar stjórnsýslu bandarísku ríkisstjórnarinnar. vísir/getty Tölvuhakkarar stálu kennitölum, sjúkraskrám og öðrum afar viðkvæmum persónuupplýsingum um meira en 21 milljón Bandaríkjamanna, að því er bandarísk stjórnvöld greindu frá í dag. Hakkararnir komust inn í tölvukerfi bandarísku ríkisstjórnarinnar og er gagnalekinn talinn sá mesti í sögu Bandaríkjanna. Um er að ræða tvær tölvuárásir, eina sem gerð var á þessu ári og aðra sem gerð var í fyrra. Í báðum tilfellum var brotist inn í kerfi opinberrar stjórnsýslu ríkisstjórnarinnar (U.S. Office of Personnel Management) en í kerfinu er að finna upplýsingar um opinbera starfsmenn. Var upplýsingum stolið um rúmlega fjórar milljónir einstaklinga.Komust yfir gögn um maka og meðleigjendurÍ síðari árásinni náðu hakkararnir í upplýsingar sem starfsmenn láta í té vegna svokallaðs „bakgrunnstékks“ svo þeir megi fá aðgang að leynilegum gögnum. Hakkararnir komust þá yfir upplýsingar um meira en 19 milljónir starfsmanna, auk upplýsinga um maka þeirra, meðleigjendur og fleiri. Á meðal þess sem hakkararnir komust yfir voru sakaskrár, sjúkraskrár og ferilskrár.Vilja ekki segja hverjir eru á bak við árásirnarRíkisstjórn Barack Obama, Bandaríkjaforseta, hefur ekki viljað gefa upp hverjir standa á bak við árásirnar en hafa þó sagt að sömu aðilarnir séu ábyrgir fyrir þeim báðum. Ýmsir vilja meina að kínversk yfirvöld beri ábyrgðina en í dag vildu fulltrúar ríkisstjórnarinnar ekkert segja um það. Rannsakendur höfðu áður greint AP-fréttastofunni frá því að bandarísk yfirvöld grunuðu kínversku ríkisstjórnina frekar um árásirnar heldur en tölvuþrjóta, en Kínverjar hafa þvertekið fyrir það. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Tölvuhakkarar stálu kennitölum, sjúkraskrám og öðrum afar viðkvæmum persónuupplýsingum um meira en 21 milljón Bandaríkjamanna, að því er bandarísk stjórnvöld greindu frá í dag. Hakkararnir komust inn í tölvukerfi bandarísku ríkisstjórnarinnar og er gagnalekinn talinn sá mesti í sögu Bandaríkjanna. Um er að ræða tvær tölvuárásir, eina sem gerð var á þessu ári og aðra sem gerð var í fyrra. Í báðum tilfellum var brotist inn í kerfi opinberrar stjórnsýslu ríkisstjórnarinnar (U.S. Office of Personnel Management) en í kerfinu er að finna upplýsingar um opinbera starfsmenn. Var upplýsingum stolið um rúmlega fjórar milljónir einstaklinga.Komust yfir gögn um maka og meðleigjendurÍ síðari árásinni náðu hakkararnir í upplýsingar sem starfsmenn láta í té vegna svokallaðs „bakgrunnstékks“ svo þeir megi fá aðgang að leynilegum gögnum. Hakkararnir komust þá yfir upplýsingar um meira en 19 milljónir starfsmanna, auk upplýsinga um maka þeirra, meðleigjendur og fleiri. Á meðal þess sem hakkararnir komust yfir voru sakaskrár, sjúkraskrár og ferilskrár.Vilja ekki segja hverjir eru á bak við árásirnarRíkisstjórn Barack Obama, Bandaríkjaforseta, hefur ekki viljað gefa upp hverjir standa á bak við árásirnar en hafa þó sagt að sömu aðilarnir séu ábyrgir fyrir þeim báðum. Ýmsir vilja meina að kínversk yfirvöld beri ábyrgðina en í dag vildu fulltrúar ríkisstjórnarinnar ekkert segja um það. Rannsakendur höfðu áður greint AP-fréttastofunni frá því að bandarísk yfirvöld grunuðu kínversku ríkisstjórnina frekar um árásirnar heldur en tölvuþrjóta, en Kínverjar hafa þvertekið fyrir það.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira