Óljós staða í deilum Rafiðnaðarsambandsins og SA Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2015 21:56 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var staddur í árlegri útilegu sambandsins á Apavatni þegar Vísir náði tali af honum. vísir/GVA Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00
Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09
Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09
„SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00