Innlent

Samningar voru nánast í höfn

Sveinn Arnarsson skrifar
Líkur hafa aukist á því að iðnaðarmenn hefji verkfallsaðgerðir þann 22. þessa mánaðar.
Líkur hafa aukist á því að iðnaðarmenn hefji verkfallsaðgerðir þann 22. þessa mánaðar. vísir/stefán
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Samtök atvinnulífsins slitu í dag viðræðum við Rafiðnaðarsamband Íslands annars vegar og Félag vélstjóra og málmtæknimanna hins vegar um nýjan kjarasamning. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, segir viðræður hafa verið á lokametrunum og samningur nánast í höfn þegar SA hafi tekið ákvörðun um að slíta viðræðum.

„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður.

Náist ekki að semja munu iðnaðarmenn fara í verkfall þann 22. júní næstkomandi. Áður hafði verkfallsaðgerðum verið frestað í þeirri von að samningar næðust áður en til verkfallsaðgerða kæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×