Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2015 20:09 Verkfallið starfsmanna RÚV mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Vísir/GVA Rafiðnaðarsambandið segir að stjórnendur RÚV fari með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu Rafiðnaðarsambandsins og RÚV. „Þar kemur fram að samninganefnd starfsmanna RÚV hafi komið fram með nýjar kröfur sama dag og samninganefndin hafi tekið ákvörðun um að slíta viðræðum. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið og á enga stoð í raunveruleikanum.“Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið.Í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins segir að samninganefnd starfsmanna sambandsins „hvetji stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál ætli þeir að fara með allar samningaviðræður í gegnum fjölmiðla. Telji samninganefndin æskilegra og vænlegra til árangurs að setjast að samningaborðinu í stað þess að fara með rangt mál á opinberum vettvangi“. „Krafa RSÍ, sem mótuð er af starfsmönnum RÚV, um að sérkjarasamningur verði gerður hefur legið fyrir lengi og hefur samninganefnd starfsmanna lagt gríðarlega vinnu í að setja saman heildstæðan kjarasamning sem tekur á réttindum og skyldum starfsmanna. Nýjasta útspil Ríkisútvarpsins var að reyna að koma starfsmönnum yfir á svokallaðan fimmta kafla samning, sem er fyrirtækjaþáttur aðalkjarasamnings (almenna samningsins svokallaða), en það þýðir að staða starfsmanna væri mjög sambærileg við þá stöðu sem þeir búa við í dag nema að skilgreindir yrðu launataxtar sem samninganefnd starfsmanna hefur krafist í heildstæðum sérkjarasamningi. Hins vegar vildi Ríkisútvarpið ekki fylgja aðalkjarasamningi nema að hluta til, verði samið um einhverja breytingu á launatöxtum aðalkjarasamnings þá mætti það ekki fylgja yfir í þennan fimmta kafla samning og því væri ástæðulaust fyrir starfsmenn að gera slíkan "samning". Við það að hífa starfsmenn upp að lágmarkslaunum þá fellur til einhver kostnaður við þá aðgerð og telja stjórnendur RÚV að það megi ekkert koma þessu til viðbótar í taxtahækkun. Þetta myndi þýða að ef starfsmenn hefðu samþykkt fimmta kafla samning þá hefði staða þeirra orðið lakari þegar gengið yrði frá aðalkjarasamningi, nái iðnaðarmannasamfélagið kröfum sínum eða hluta þeirra fram í yfirstandandi viðræðum. Stjórnendur Ríkisútvarpsins reyna í fréttaumfjöllunum að afvegaleiða umræðuna og láta í ljósi vaka að samninganefnd starfsmanna hafi komið með nýtt útspil á síðustu metrum viðræðna. Þessu hafnar samninganefnd starfsmanna alfarið og köllum eftir að fá að sjá hverjar þær kröfur ættu að hafa verið. Kröfur starfsmanna eru einfaldar og vilja þeir sérkjarasamning sem tryggir þeim réttindi til lengri tíma. Kostir sérkjarasamnings geta nýst rekstri RÚV að mörgu leyti og mótað grunn að öruggari rekstri,“ segir í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins. Tengdar fréttir Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Rafiðnaðarsambandið segir að stjórnendur RÚV fari með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu Rafiðnaðarsambandsins og RÚV. „Þar kemur fram að samninganefnd starfsmanna RÚV hafi komið fram með nýjar kröfur sama dag og samninganefndin hafi tekið ákvörðun um að slíta viðræðum. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið og á enga stoð í raunveruleikanum.“Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið.Í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins segir að samninganefnd starfsmanna sambandsins „hvetji stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál ætli þeir að fara með allar samningaviðræður í gegnum fjölmiðla. Telji samninganefndin æskilegra og vænlegra til árangurs að setjast að samningaborðinu í stað þess að fara með rangt mál á opinberum vettvangi“. „Krafa RSÍ, sem mótuð er af starfsmönnum RÚV, um að sérkjarasamningur verði gerður hefur legið fyrir lengi og hefur samninganefnd starfsmanna lagt gríðarlega vinnu í að setja saman heildstæðan kjarasamning sem tekur á réttindum og skyldum starfsmanna. Nýjasta útspil Ríkisútvarpsins var að reyna að koma starfsmönnum yfir á svokallaðan fimmta kafla samning, sem er fyrirtækjaþáttur aðalkjarasamnings (almenna samningsins svokallaða), en það þýðir að staða starfsmanna væri mjög sambærileg við þá stöðu sem þeir búa við í dag nema að skilgreindir yrðu launataxtar sem samninganefnd starfsmanna hefur krafist í heildstæðum sérkjarasamningi. Hins vegar vildi Ríkisútvarpið ekki fylgja aðalkjarasamningi nema að hluta til, verði samið um einhverja breytingu á launatöxtum aðalkjarasamnings þá mætti það ekki fylgja yfir í þennan fimmta kafla samning og því væri ástæðulaust fyrir starfsmenn að gera slíkan "samning". Við það að hífa starfsmenn upp að lágmarkslaunum þá fellur til einhver kostnaður við þá aðgerð og telja stjórnendur RÚV að það megi ekkert koma þessu til viðbótar í taxtahækkun. Þetta myndi þýða að ef starfsmenn hefðu samþykkt fimmta kafla samning þá hefði staða þeirra orðið lakari þegar gengið yrði frá aðalkjarasamningi, nái iðnaðarmannasamfélagið kröfum sínum eða hluta þeirra fram í yfirstandandi viðræðum. Stjórnendur Ríkisútvarpsins reyna í fréttaumfjöllunum að afvegaleiða umræðuna og láta í ljósi vaka að samninganefnd starfsmanna hafi komið með nýtt útspil á síðustu metrum viðræðna. Þessu hafnar samninganefnd starfsmanna alfarið og köllum eftir að fá að sjá hverjar þær kröfur ættu að hafa verið. Kröfur starfsmanna eru einfaldar og vilja þeir sérkjarasamning sem tryggir þeim réttindi til lengri tíma. Kostir sérkjarasamnings geta nýst rekstri RÚV að mörgu leyti og mótað grunn að öruggari rekstri,“ segir í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins.
Tengdar fréttir Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19