Verkfallsdeilan enn óleyst á RÚV: Landsleikurinn í uppnámi Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2015 14:58 Íslenska karlalandsliðið mætir Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á laugardag en óvíst er hvort sýnt verður frá leiknum í Sjónvarpinu vegna verkfalls tæknimanna. Vísir Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01