Erlent

Varar við frekari árásum

Samúel Karl Ólason skrifar
Um hálft ár er frá því að 17 manns létu lífið í tveimur hryðjuverkaárásum á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og matarverslun gyðinga í París.
Um hálft ár er frá því að 17 manns létu lífið í tveimur hryðjuverkaárásum á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og matarverslun gyðinga í París. Vísir/EPA
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir einungis tímaspursmál hvenær næsta árás verði gerði þar í landi. Lögreglan í Frakklandi er nú með Yassin Salhi í haldi og hefur hann verið yfirheyrðu ásamt fjölskyldu sinni vegna árásarinnar í Frakklandi í gær.

Salhi er grunaður um að hafa ekið sendiferðabíl í gasverksmiðju þar sem hann reyndi að koma af stað sprengingu. Við hlið verksmiðjunnar fannst höfuð af manni sem hafði verið stillt þar upp og búið var að skrifa á það með arabísku letri.

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands.Vísir/EPA
Maðurinn sem var myrtur hét Hervé Cornara og var yfirmaður Salhi. Yassin Salhi ­vakti athygli lögreglu í Frakklandi árið 2006 eftir að hann mætti á fundi rótæks klerks. Nafn hans var á öryggislista þar til fyrir tveimur árum, þegar listinn var uppfærður. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu.

Um hálft ár er frá því að 17 manns létu lífið í tveimur hryðjuverkaárásum á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og matarverslun gyðinga í París.

„Það er erfitt fyrir þjóðfélag að búa við ótta um árásir um árabil. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær önnur árás verði gerði,“ sagði Valls við blaðamenn í morgun.


Tengdar fréttir

Blóðbað íslamska ríkisins

Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×