Fótbolti

Fimm félög vilja fá Birki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik með Pescara.
Birkir Bjarnason í leik með Pescara. Vísir/Getty
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er á leið frá Pescara ef marka má fréttir sem hafa birst í ítölskum fjölmiðlum.

Calcio Mercato greinir frá því að þrjú lið í ítölsku úrvalsdeildinni - Palermo, Torino og Empoli - hafi áhuga á kappanum sem og Carpi sem vann sér sæti í deildinni í vor.

Þá er Leeds einnig sagt á höttunum eftir Birki en þjálfari liðsins, Uwe Rösler, þjálfaði kappann hjá uppeldisfélaginu Viking í Noregi á sínum tíma.

Birkir átti frábært tímabil með Pescara í ítölsku B-deildinni í vetur en liðið komst í úrslit umspilskeppninnar gegn Bologna sem fór að lokum upp. Birkir missti af síðari úrslitaleik liðanna vegna leiks Íslands gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×