Segir Bandaríkin eiga betra skilið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2015 21:10 Bush benti á marga vankanta bandaríska stjórnkerfisins í ræðu sinni í dag. Vísir/EPA Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira