Segir Bandaríkin eiga betra skilið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2015 21:10 Bush benti á marga vankanta bandaríska stjórnkerfisins í ræðu sinni í dag. Vísir/EPA Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira