Erlent

Helle Thorning-Schmidt segir af sér

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helle Thorning-Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning-Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra Danmerkur. vísir/epa
Helle Thorning-Schmidt sagði í kvöld af sér sem formaður flokks Sósíaldemókrata í Danmörku en ríkisstjórn hennar féll í kvöld þegar úrslit í dönsku þingkosningunum lágu fyrir.

Í ræðu sem að Thorning-Schmidt hélt í kvöld sagði hún að á hverjum degi í starfi sínu sem formaður hefði ábyrgðin verið hennar. Svo væri einnig í kvöld. Þá sagði hún að í forystu fælist að geta stigið til baka á réttum tímapunkti og fyrir hana væri sá tímapunktur núna.

„Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“

Hægri flokkarnir unnu sigur í kosningunum í dag. Bláa blokkin svokallaða fékk 90 þingmenn á móti 85 þingmönnum rauðu blokkarinnar. Sigurvegari kosninganna er Danski þjóðarflokkurinn sem bætti við sig 15 þingmönnum og er nú næststærsti stjórnmálaflokkur í Danmörku. Þriðji stærsti flokkurinn er Venstre en líklegt þykir að formaður hans, Lars Lökke Rasmussen, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×