Fótbolti

Enginn vill fá Vidal eftir ölvunaraksturinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vidal baðst afsökunar á blaðamannafundi í vikunni.
Vidal baðst afsökunar á blaðamannafundi í vikunni. Vísir/Getty
Svo virðist sem að hegðun Arturo Vidal utan vallar muni hafa áhrif á knattspyrnuferil hans ef marka má fréttir í heimalandinu Síle.

Dagblaðið El Murcurio greinir frá því að öll stærstu félög Evrópu sem höfðu áhuga á Vidal í sumar væru nú hætt við að eltast við kappann.

Á dögunum klessukeyrði Vidal Ferrari-bifreið sína þegar hann var á heimleið frá spilavíti með eiginkonu sinni. Vidal var kærður fyrir ölvunarakstur og missti ökuréttindi sín í fjóra mánuði.

Vidal baðst afsökunar, tárvotur á blaðamannafundi, og var þrátt fyrir allt ekki refsað af landsliði sínu sem nú stendur í ströngu í Suður-Ameríkukeppninni sem fer einmitt fram í Síle.

Vidal var ekki tekinn úr leikmannahópi Síle og verður áfram í stóru hlutverki í keppninni.

Samkvæmt áðurnefndum fréttum höfðu félög á borð við Real Madrid og Manchester United áhuga á kappanum, sem leikur með Juventus á Ítalíu. Real er sagt hafa lagt fram tilboð upp á 5,9 milljarða króna en sé nú hætt viðræðum við Juventus.

Það sé þó ekki aðeins umrætt atvik sem komi til greina, heldur að það hafi verið kornið sem fyllti mælinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×