Fótbolti

Heimamenn byrja á sigri | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vidal kom Chile á bragðið gegn Ekvador.
Vidal kom Chile á bragðið gegn Ekvador. vísir/getty
Chile byrjar Suður-Ameríkukeppnina 2015 vel en gestgjafarnir unnu 2-0 sigur á Ekvador í gær.

Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í gær og Alexis Sánchez var í tvígang nálægt því að skora á upphafsmínútum leiksins.

Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir þessa kröftugu byrjun Chile og staðan var markalaus í hálfleik og fram á 67. mínútu þegar Arturo Vidal skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Heimamenn sluppu vel á 82. mínútu þegar Enner Valencia, leikmaður West Ham United, skallaði í slána. Tveimur mínútum síðar gerðu þeir síðan út um leikinn þegar varamaðurinn Eduardo Vargas skoraði eftir sendingu Sánchez sem átti frábæran leik.

Í uppbótartíma fékk Matías Fernández, leikmaður Chile, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Einn leikur fer fram í dag þegar Mexíkó og Bólivía mætast, en liðin eru með Chile og Ekvador í riðli.


Tengdar fréttir

Suður-Ameríkukeppnin hefst í kvöld

Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×