Jon Stewart hryggur yfir Charleston-morðunum: „Þetta var hryðjuverkaárás“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 17:41 Jon Stewart lét grínið lönd og leið í gærkvöldi en hann hélt þess í stað tilfinningaþrungna ræðu um kynþáttamisrétti. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira