Jon Stewart hryggur yfir Charleston-morðunum: „Þetta var hryðjuverkaárás“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 17:41 Jon Stewart lét grínið lönd og leið í gærkvöldi en hann hélt þess í stað tilfinningaþrungna ræðu um kynþáttamisrétti. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira