Slæm veðurskilyrði urðu til þess að flugvél sem gengur einungis fyrir sólarorku þurfti að lenda í Japan í dag. Vélin, Solar Impulse, tók á loft í gær og gert var ráð fyrir sex daga flugo yfir Kyrrahafið frá Kína til Havaí.
Til stendur að fljúga vélinni umhverfis heiminn, en takist flugmönnum ætlunarverk sitt verður þetta í fyrsta sinn sem flugvél, sem aðeins er knúin sólarorku, er flogið kringum heiminn.
Hnattflugið hófst í Abu Dhabi í mars. Vélinni þurfti að lenda í Kína vegna veður- og sólarskilyrða og átti hún að taka á loft að nýju í síðustu viku, eða um níu vikum síðar. Hætta þurfti við flugtak vegna eldgoss á flugleiðinni yfir Japan.
Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á grænni orku.
Solar Impulse lent vegna slæmra veðurskilyrða
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
