Erlent

Grunaðir árásarmenn Malölu sýknaðir í laumi

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmenn pakistanskra yfirvalda greindu frá því í apríl að tíu Talibanar hefði verið fundnir sekir vegna árásarinnar og þeir dæmdir í 25 ára fangelsi.
Talsmenn pakistanskra yfirvalda greindu frá því í apríl að tíu Talibanar hefði verið fundnir sekir vegna árásarinnar og þeir dæmdir í 25 ára fangelsi. Vísir/AFP
Átta af tíu þeim mönnum sem voru sagðir hafa verið dæmdir í fangelsi vegna árásar á paköstönsku skólastúlkuna Malölu Yousafzai árið 2012 voru í raun sýknaðir og þeim sleppt.

Talsmenn pakistanskra yfirvalda greindu frá því í apríl að tíu Talibanar hefði verið fundnir sekir vegna árásarinnar og þeir dæmdir í 25 ára fangelsi.

Í grein BBC kemur hins vegar fram að einungis tveir hinna ákærðu hafi í raun verið dæmdir, en réttarhöld fóru fram fyrir luktum dyrum.

Dómurinn var fyrst birtur fyrr í dag, rúmum mánuði eftir að dómur féll, og segir að tvímenningarnir hafi verið þeir sem skutu Malölu í höfuðið árið 2012.

Malala hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári og hefur barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig. Hún deildi verðlaununum með Indverjanum Kailash Satyarhi sem hefur barist gegn barnaþrælkun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×