Vilhjálmur prins: FIFA þarf að breytast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. maí 2015 21:51 Breski prinsinn kallaði eftir því að styrktaraðilar þrýstu á að breytingar yrðu gerðar hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Vísir/AFP Vilhjálmur Bretaprins hefur biðlað til stjórnenda FIFA að sýna að alþjóða knattspyrnusambandið geti staðið fyrir sanngirni og sett íþróttina í fyrsta sæti. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt fyrir bikarúrslitaleik Arsenal og Aston Villa í kvöld en hann er forseti bikarkeppninnar. Prinsinn hvatti styrktaraðila og aðra stuðningsmenn sambandsins að nota áhrif sín til að knýja á úrbætur hjá FIFA . Sambandið hefur verið í sviðsljósinu eftir að sjö hátt settir fulltrúar þess voru handteknir fyrir ársþing FIFA sem fram fór fyrir helgi. Eru þeir ásamt fleirum tengdum aðilum ákærðir fyrir spillingu og mútuþægni í störfum sínum fyrir sambandið. Uppnám varð á fundinum vegna þessa og var hart sótt að Sepp Blatter , forseta FIFA , sem þó náði endurkjöri til næstu fjögurra ára á föstudag. Fréttir hafa einnig borist af því að svissnesk stjórnvöld hafa sett af stað sjálfstæða sakamálarannsókn vegna ákvarðana um að halda heimsmeistaramótin í knattspyrnu árin 2018 og 2022 í Rússlandi og Katar. Vilhjálmur bar stöðuna hjá FIFA við spillingarmál sem upp komu í tengslum við Ólympíuleikana í Salt Late City árið 2002 en það mál varð til þess að úrbætur voru gerðar hjá Alþjóða Ólympíusambandinu. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins hefur biðlað til stjórnenda FIFA að sýna að alþjóða knattspyrnusambandið geti staðið fyrir sanngirni og sett íþróttina í fyrsta sæti. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt fyrir bikarúrslitaleik Arsenal og Aston Villa í kvöld en hann er forseti bikarkeppninnar. Prinsinn hvatti styrktaraðila og aðra stuðningsmenn sambandsins að nota áhrif sín til að knýja á úrbætur hjá FIFA . Sambandið hefur verið í sviðsljósinu eftir að sjö hátt settir fulltrúar þess voru handteknir fyrir ársþing FIFA sem fram fór fyrir helgi. Eru þeir ásamt fleirum tengdum aðilum ákærðir fyrir spillingu og mútuþægni í störfum sínum fyrir sambandið. Uppnám varð á fundinum vegna þessa og var hart sótt að Sepp Blatter , forseta FIFA , sem þó náði endurkjöri til næstu fjögurra ára á föstudag. Fréttir hafa einnig borist af því að svissnesk stjórnvöld hafa sett af stað sjálfstæða sakamálarannsókn vegna ákvarðana um að halda heimsmeistaramótin í knattspyrnu árin 2018 og 2022 í Rússlandi og Katar. Vilhjálmur bar stöðuna hjá FIFA við spillingarmál sem upp komu í tengslum við Ólympíuleikana í Salt Late City árið 2002 en það mál varð til þess að úrbætur voru gerðar hjá Alþjóða Ólympíusambandinu.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira